Ómagasogur

Wednesday, May 31, 2006

á morgun koma Jóhanna og Svanlaug í heimsókn íííkkk ég hlakka svo ótrúlega mikið til að sjá þær ég gæti farist hahaha, þó kemst ekki mikið annað fyrir hjá mér þessa dagana en yndislegi sonur minn honum er dálítið íllt í maganum og á erfitt með að sjúga..eða sko þegar hann nær taki þá sýgur hann lífið úr mér en hann er bara svo óþolinmóður að hann verður trylltur ef hann fær ekki mjólk um leið, ég ætla að hringja í ráðgjafa á morgun og biðja hana um að koma og hjálpa mér til að fyrirbyggja allskonar vandamál sem geta komið upp með brjóstagjöf..best að byrja í góðum gír annars getur þetta verið hið versta vandamál. En greyinu er bara svo illt í maganum því hann gleypti fósturvatn á leið út og það framkallar ógleði.

En nú ætla ég að segja frá fæðingunni ógurlegu þannig að hér með eru viðkvæmar sálir aðvaraðar.

Þetta byrjaði allt saman um nóttina þann 24 ég vaknaði við að vatnið var farið og hringdi á fæðingarstofuna og þau sendu sjúkrabílinn til að ná í mig, ég mátti nefninlega ekki standa upp því hann var ekki búin að skorða sig (ef maður stendur upp getur naflastengurinn klemmst og barnið fær þá ekkert súrefni). Það er svo þröngt í íbúðinni okkar að falck fólkið komst ekki upp með börurnar og það þurfti að bera mig niður í stól hahaha.

En svo kom ég á sjúkrahúsið í gúddí fíling og svaka spennt þangað til ég sá svipinn á ljósmóðurinni..því þegar hún var að skoða mig sprautaðist bara blóð út um allt..ég var send í allskonar skanningar..þá kom það í ljós að vatnið var ekkert farið þetta var bara BLÓÐ þá fór ég að verða áhyggjufull..fylgjan var svo nálægt opinu að hún var farin að losna frá sem er náttúrulega stórhættulegt fyrir barnið. Ég fékk að vita að sennilega yrði ég að fara í keisara og þess vegna mætti ég hvorki fá vott né þurrt og mátti ekki ennþá standa upp. Svo biðum við og biðum og ekkert gerðist, þá ákváðu þau að halda mér yfir nóttina til að sjá hvort eitthvað færi að stað..ég þurfti að vera í herbergi með 3 örðum ein sem hraut hástöfum, ein sem hafði hríðir með tilheyrandi óhljóðum og ein sem þurfti að fá blóðþrýstinginn mældan á klukkutíma fresti..ef ég þarf að fara á spítala aftur þá tek ég sko eyrnatappa með!!

daginn eftir var stungið á vatnið og beðið eftir hriðum..en ekkert gerðist enn enda var ég ekkert útvíkkuð eða neitt, svo fékk ég drop til að örva hríðirnar og það virkaði svona allsvakalega að ég var nær dauða en lífi nokkrum klukkutímum seinna en bara með hríðir..enga útvíkkun, læknirinn kom að kíkja á mig því mér blæddi ennþá og hún sagði að ég ætti að fá mænudeifingu því annað væri bara ekki hægt því hríðarnar yrðu svo svakalegar með öllum þessum flækingum, oft fara konur að æla og svitna með 5-6cm í útvíkkun en ég var alveg löðursveitt, ælandi og spjúandi með 2cm. og svo fékk ég deifinguna sem var dálítil óþægileg tilfinning en draumur miða við allt annað hahaha

svo leið og beið margir margir tímar en það var nú bara fínt ég fann engan sársauka og lagði mig bara og allt hahaha svo klukkan 04 26.05 var slökkt á mænudeifingunni því ég átt bráðum að fara að pressa, úff ég var ekkert smá stressuð að missa deifinguna þegar hún hafði reynst ég svo vel..en svo byrjaði ballið kl hálf fimm og guttinn var mættur 6 mín í fimm..með blóðsprengingar í augum og á enni því honum var skotið svo hratt út greyinu..svo var auðvitað bara endalaus hamingja því mér tókst að fæða hann án þess að þurfa að fara í keisara og þá myndum við Hans fá að vera í hreiðrinu í huggulegheitunum..

en mér hélt áfram að blæða og blæða og blæða allsvakalega þá kom læknirinn með þær hræðilegu fréttir að ég ætti að fara í aðgerð því það væri sennilega eitthvað eftir af fylgjunni og það þyrfti að vera núna því ég var búin að missa meira en 2L blóð..sem þýddi líka að við Hans fengum ekki að vera í hreyðrinu heldur yrði ég send á deild sem heitir D1 og þar meiga feðurnir ekki gista..ÖMURLEGT

Svo var lillinn og Hans bara sendir burt og mér var rúllað inn á skurðstofu..fékk nýja deifingu og svo var ógeðisaðgerðin hafin þar sem þeir náðu í fylgjuna með hendi..ég fann engan sársauka en samt allar hreyfingar viðurstyggð..svo var ég send í vakningu og loksins kl 12 fékk ég að hitta Hans og lillan minn aftur..svo var ég á spítalanum í nokkra daga að jafna mig..og svona fór um sjóferð þá!

Monday, May 29, 2006

jæja nú er litli prisinn loksins mættur eftir langa bið og hann er sætari og skemmtilegri en ég hefði nokkurtíman getað ýmindað mér, það væri sko alveg þess virði að fæða hann aftur :) ég fékk að útskrifast einum degi fyrr af spítalanum þrátt fyrir lága blóðprósentu fannst henni ég svo hress að ég fékk að fara heim, ég skrifa seinna því ég ætla að drífa mig í bað á meðan hann er sofandi, langar bara að þakka öllum fyrir kveðjurnar og óteljandi stuðnings sms hahaha og svo eru komnar myndir inn á barnalandið

Tuesday, May 23, 2006

ég er að skrifa verkefni um The godfather the game og hvernig spilið notar t.d upptökuvinkla í classical hollywoodstíl og önnur trix úr kvikmyndaheiminu, í nafni vísinda varð ég náttúrulega að spila smá, og viti menn ég er varla búin að gera annað en að myrða og slást á götum New York árið 1945 í nafni Don Corleone. já sagan með mario bros endurtekur sig svo sannarlega hér..ég hætti ekki fyrr en ég er DON OF NEW YORK!!! Ég var alveg búin að gleyma afhverju ég held mig frá tölvuspilum svona yfirleitt..

Annars er ekkert nýtt að frétta af krílinu, ef ég fæði ekki fyrir 31.maí þá verð ég sett af stað þann dag!
ég fæ svo ótrúlega mikið spam í póstinn minn, ég er búin að prófa að setja síu en ekkert aftrar þessu böli..í morgun var bréf frá Jesús um hvernig ég get fengið háskóladiplomu á 12 vikum hahahaha

Monday, May 22, 2006

nú verð ég að fara að taka mig saman í andlitinu og skrifa verkefnið í medie og kulturhistorie, ég er bara svo hrikalega eirðarlaus þessa dagana..ég veit sko alveg hvað ég ætla að skrifa en það er bara að koma því niður á blað!

Ég er farin að bíða dálítið eftir ormalingum, maginn er orðin svo ofsastór að hann er til mikilla trafala og ég get ekki brasað sérlega mikið..

En um helgina fórum við í fjord og bælt centeret i Kerteminde og kíktum á sjáfarlífið, selina og marsvín það var svaka gaman svo fórum við í lautarferð í ofsaroki og maturinn fauk út um allt hahaha um kvöldið horfði ég svo á eurovision og mér til mikillar ánægju vann Finnland, það gekk nú ekki sérlega vel fyrir danmörku enda var þetta ekkert sérstakt lag!

Í gær fór ég svo upp í skóla og lagði lokahönd á heimasíðuna mín og skýrsluna, ég á reyndar eftir að gera flowchart og storyboard en það tekur enga stund ég geri það bara rétt áður en ég á að skila!

En ég óska karen hér með til hamingju með útskriftina og þann glæsilega starfstitil prentsmiður :) TIL LYKKE

Friday, May 19, 2006

mig langar svo að fara í apotekið og kaupa ólettuprufu og spurja geðveikt mikið "hversu fjótt fær maður niðurstöðurnar og manni er nú farið að gruna eitthvað..búin að bæta smá á sig" bara svona til að sjá svipinn á afgreiðslufólkinu hahaha
uff þvílík vonbrigði að Silvía Nótt hafi ekki komist áfram í úrslit, mér fannst hún nú ekkert syngja voðalega vel í gær en mér er alveg sama, það hefi verið gaman að hafa hana með, þetta er líka annað árið í röð Ísland fær ekki að vera með..og svo var bara búað á hana hvað var nú málið, fólk var greinlega ekki alveg að fatta djókið. Mér finnst samt ótrúlega fyndið að Finnland hafið komist áfram og ég held með þeim..danska lagið er alveg ágætt, nú er ég búin að heyra það svo oft það er ekkert að marka, dálítið country og stelpan sem syngur það er bara 17 en lítur út fyrir að vera miklu miklu eldri! Mér finnst bara flest lögin frekar léleg svona 2-3 sem voru ok.

En jiiii ég var að horfa á "du er hvad du spiser" það er danska útgáfan af "you are what you eat" og kerlingin í þættinu í gær hafði svo ógeðslega matarvenjur ég hef aldrei séð annað eins!! Hún át c.a hálft kíló af búðingi á dag!! og svo át hún í franskbrauð með púðurskykri í morgunmat..og við erum að tala um almennilega slettu, örugglega svona 500 gramm af púðursykri á eina brauðsneið ÓGEÐ!

Thursday, May 18, 2006

jæja nú er stóra stundin runnin upp...nei ekki fæðingin..undanúrslit Eurovision..eða melodi grand prix eins og danirnir kalla það, oh hvað ég hlakka til Silvía Nótt verður að komast áfram!!

En í sambandi við barneignir þá gerist nú ósköp lítið, ég vona að ég eigi 23 þ.e á þriðjudaginn því Unnar bróðir á afmæli 23 mars og Pála syss þann 23 Apríl þá væri svo gaman ef gripurinn minn á afmæli þann 23 maí. En ég vill bara líka koma á framfæri að, að hringja og skrifa mail eða sms kemur fæðingunni ekki af stað..ég veit alveg að fólk er bara forvitið og spennt en ég fæ svona 3 milljónir spurninga á dag um hvort ég sé ennþá ólett..og trúið mér ég læt vita þegar eitthvað gerist..það verður allavega inna næstu 2 vikna..þolinmæði þrautir vinnur allar!!

Tuesday, May 16, 2006

jæja ég er búin að skella inn nýrri bumbumynd á barnalandið vonandi verður það sú síðasta..ég bætti líka við 2 myndum í mömmu og pabba albúmið endilega kíkið á þær :)

ég fer til ljósmóður á morgun..þar að segja ef ég fæði ekki í nótt, annars beiti ég öllum brögðum, flæmi barnið út með reyk ef þess krefst hahaha..ne en nú má ég sko alveg fara að fæða því ég er búin með skýrsluna mín í medieproduktion ég á bara eftir að gera storyboard og flowchart en það er ekkert mál! Svo er ég meir að segja byrjuð á nýrri ritgerð sem heitir áhrif "Hvordan film og computerspil gendsidigt påvirker hinandens fortællerform og æstetisk" og fjallar um áhrif tölvuspila á kvikmyndir og vice versa með útgangspunkt í Tomb raider..ógeðslega skemmtilegt efni :) ég hlakka alveg til að skrifa hana..enda fékk ég að velja sjálf hvað ég vildi skrifa um..ég er þó í vafa hvort ég eigi að taka útgangspunkt í The Godfather eða Tomb raider..kemur í ljós!

En nú er Dísa skvísa bara að fara heim 30 maí og verður í allt sumar..og ég sem er búin að fresta hverri heimsókninni á fætur annari, vegna prófalestrar..en nú verð ég sko að fara að hitta hana allavega einu sinni eða tvisvar áður en hún fer!!!

en jæja best að fara að hlaupa upp og niður stigan og standa á haus svo barnið skjótist út hahaha

Monday, May 15, 2006

jæja nú getur ekki verið langt i komu krógans, ég er sett á miðvikudaginn..ætli ég gangi ekki bara fram yfir..það er nú allt í lagi mín vegna þá hef ég smá auka tíma í prófaverkefnin ég var haldin svo allsvakalegri ritstíflu við skýrslugerðina í gær ég komst hvorki lönd né strönd svo ég sló öllu upp í kæruleysi og við Hansi fórum út og keyptum okkur hamborgar, svo reyndi ég aftur í dag og viti menn það flýtur allt í hugmyndum hahaha ég er reyndar bara næstum búin, ekki alveg en næstum..one down 3 to go!

Um helgina fórum við í lautarferð, Hans reyndi að fanga fisk en ekkert gekk og ég las bara og las en ég fékk þá allavega smá sól í albinóafjésið. Svo fórum við og náðum í pöntunina okkar í Baby Sam..þannig að við erum alveg búin að græja okkur fyrir komu barnsins, rimlarúmið er sett upp og við erum búin að púsla vagninum saman.

Við gerðum annars kjarakaup um helgina..nágrannar okkar voru að flytja því þau voru að hætta saman, þau þurftu að losna við smá dót þannig að við keyptum bara þvottavélina þeirra á ekki neitt neitt þau eru bara búin að eiga hana í hálft ár og svo keyptum við líka rosalega fínan skrifborðsstól og fengum hillu í kaupbæti :) rosa fínt..en það er nú alldeilis þröng í holunni núna..þegar vagninn rúmið og þvottavélin er komin inn hahaha..ég hlakka ekkert smá til að flytja í stærra!

Wednesday, May 10, 2006

Nú á brauðkonana og Ódinsvéarinn hún Dísa afmæli í dag..og stórafmæli meir að segja..TIL HAMMÓ MEÐ AMMÓ, ELSKU DÍSA..hver veit nema ég líti upp frá bókunum í einn klukkutíma eða svo og kíkji í heimsókn..með bakarísbrauð auðvitað :) mér veitir ekki af smá sól í albinóafjésið.

hér er hún á góðri stundu haha:)

Tuesday, May 09, 2006

í dag á elskuleg vinkona mín 2 barna móðir og dugnaðarforkur hún Rakel afmæli...TIL HAMINGJU..það lítur nú allt út fyrir það að þú fáir ekki krógan í afmælisgjöf að svo stöddu allavega..kannski verður Dísa sú heppna hún á afmæli á morgun :)

Ég á nú enga nýlega mynd af gellunni þar sem ég hef ekki hitt hana í tæplega 2 ár..og aldrei barið afkvæmi hennar augum...skandall, SKANDALL segi ég nú bara..en því verður vonandi kippt í liðinn í sumar

kossar og afmælisknús

Sunday, May 07, 2006

mig vantar smá hjálp...á hvaða stöð verið að sýna Lost heima og hvaða þáttur var sýndur síðast? Er ekki einhver sem horfir á þetta reglulega, mig vantar nefninlega kannski 2 stelpur og 2 stráka til að spyrja spjörunum úr.

Saturday, May 06, 2006

við erum nú aldeilis búin að njóta góða veðursins síðustu daga í gær fórum við Hans niður á strönd að grilla, svo kom héri og hoppaði hjá ekkert smá stór dýr ég hef aldrei séð svoleiðis svona life..svo keyrðum við aðeins út úr bænum í dag, Hans fór að veiða og ég sat á bekk og las fyrir prófin, er alveg ferlega sólbrennd enda hefur húðin ekki verið viðruð í langan tíma, ég var farin að minna ískyggilega á albinóa! Eftir það stoppuðum við i vissenbjerg á leiðinni heim og röltum smá í skóginum.
Þar rákumst við á allskonar trélistaverk!



ég sá svaka skemmtilegt próf á heimasíðunni hennar Jóhönnu, maður á að setja inn mynd af sjálfum sér og svo er lesið í myndina, ég setti þessa




og fékk eftirfarandi niðurstöður

trait snapshot:

social, outgoing, worry free, optimistic, upbeat, tough, likes large parties, makes friends easily, rarely irritated, open, enjoys leadership, trusting, dominant, thrill seeker, strong, does not like to be alone, assertive, mind over heart, confident, controlling, feels desirable, likes the spotlight, loves food, social chameleon, hard working, concerned about others

svo var líka sagt að minn versti kostur væri lengdi á milli augnanna hahaha

En jæja nú ætla ég að glápa á smá lost og gæða mér á ís...mmmmm

og já það er ein ný mynd á barnalandinu frá skógarferðinni miklu :)

Tuesday, May 02, 2006

jæja góðir hálsar nú hlýtur að fara að styttast í komu krógans, ég er sett 17 maí rétt rúmar 2 vikur í slaginn!! Ætli ég gangi ekki aðeins fram yfir..það er nú bara allt í lagi þá hef ég aðeins meiri tíma til að klára prófaverkefnin mín hahaha. Þó ég sé nú að verða allsvakalega spennt að sjá gripinn :)

Á fimmtudaginn fór ég heim til Agnethe og hitti stelpurnar yfir pizzu og trivial, það var ótrúlega gaman, þær fóru svo í bæinn og ég fór nú bara heim enda orðin ansi fyrirferðamikil hahaha fólk er alveg þvílíkt farið að kíkja á mig þegar ég er úti að hjóla..ég hjóla nú samt aldrei neitt langt, bara út í búð og niður á lestarstöð til að taka strætó í skólan.

Svo á laugardaginn komu Flemming og Ulla og við fórum í kaupleiðangur í Rosengaardcenteret, þar keyptum við rimlarúm og dýnu, sængurverasett, lak, vagn, dýnur í vagninn og burðarrúmið og smotterí á vagninn, flugunet og svoleiðis..við borguðum þetta nú ekki allt í einu hahaha við tókum það bara frá og svo sækir Hans það seinna..þau ætla samt að gefa okkur rúmið og það sem fylgir því, þannig að við þurfum bara að kaupa vagninn og smádótið..þau eru nú reyndar að gefa okkur það líka, en við notuðum bara peningana í bílinn á sínum tíma.

Eftir það fórum ég út í Bilka að kaupa inn og ég hef bara aldrei lent í öðru eins það var svo geðveikislega mikið að fólki þar..þetta er svipað stórt og hagkaup í smáranum og ég gat bara tekið eitt skref fram í einu, enda tók það rúmlega 2 tíma að kaupa í matinn..ég held ég fari aldrei aftur í bilka á útborgunardegi!

en jæja nú ætla ég að fara að drífa mig í skólan og horfa á ógeðismyndina cannibal holocaust, kennarinn okkar er sko heltekin af mannætumyndum án gríns hahaha