Ómagasogur

Thursday, May 18, 2006

jæja nú er stóra stundin runnin upp...nei ekki fæðingin..undanúrslit Eurovision..eða melodi grand prix eins og danirnir kalla það, oh hvað ég hlakka til Silvía Nótt verður að komast áfram!!

En í sambandi við barneignir þá gerist nú ósköp lítið, ég vona að ég eigi 23 þ.e á þriðjudaginn því Unnar bróðir á afmæli 23 mars og Pála syss þann 23 Apríl þá væri svo gaman ef gripurinn minn á afmæli þann 23 maí. En ég vill bara líka koma á framfæri að, að hringja og skrifa mail eða sms kemur fæðingunni ekki af stað..ég veit alveg að fólk er bara forvitið og spennt en ég fæ svona 3 milljónir spurninga á dag um hvort ég sé ennþá ólett..og trúið mér ég læt vita þegar eitthvað gerist..það verður allavega inna næstu 2 vikna..þolinmæði þrautir vinnur allar!!