Ómagasogur

Tuesday, May 23, 2006

ég er að skrifa verkefni um The godfather the game og hvernig spilið notar t.d upptökuvinkla í classical hollywoodstíl og önnur trix úr kvikmyndaheiminu, í nafni vísinda varð ég náttúrulega að spila smá, og viti menn ég er varla búin að gera annað en að myrða og slást á götum New York árið 1945 í nafni Don Corleone. já sagan með mario bros endurtekur sig svo sannarlega hér..ég hætti ekki fyrr en ég er DON OF NEW YORK!!! Ég var alveg búin að gleyma afhverju ég held mig frá tölvuspilum svona yfirleitt..

Annars er ekkert nýtt að frétta af krílinu, ef ég fæði ekki fyrir 31.maí þá verð ég sett af stað þann dag!