Ómagasogur

Tuesday, May 16, 2006

jæja ég er búin að skella inn nýrri bumbumynd á barnalandið vonandi verður það sú síðasta..ég bætti líka við 2 myndum í mömmu og pabba albúmið endilega kíkið á þær :)

ég fer til ljósmóður á morgun..þar að segja ef ég fæði ekki í nótt, annars beiti ég öllum brögðum, flæmi barnið út með reyk ef þess krefst hahaha..ne en nú má ég sko alveg fara að fæða því ég er búin með skýrsluna mín í medieproduktion ég á bara eftir að gera storyboard og flowchart en það er ekkert mál! Svo er ég meir að segja byrjuð á nýrri ritgerð sem heitir áhrif "Hvordan film og computerspil gendsidigt påvirker hinandens fortællerform og æstetisk" og fjallar um áhrif tölvuspila á kvikmyndir og vice versa með útgangspunkt í Tomb raider..ógeðslega skemmtilegt efni :) ég hlakka alveg til að skrifa hana..enda fékk ég að velja sjálf hvað ég vildi skrifa um..ég er þó í vafa hvort ég eigi að taka útgangspunkt í The Godfather eða Tomb raider..kemur í ljós!

En nú er Dísa skvísa bara að fara heim 30 maí og verður í allt sumar..og ég sem er búin að fresta hverri heimsókninni á fætur annari, vegna prófalestrar..en nú verð ég sko að fara að hitta hana allavega einu sinni eða tvisvar áður en hún fer!!!

en jæja best að fara að hlaupa upp og niður stigan og standa á haus svo barnið skjótist út hahaha