Ómagasogur

Tuesday, April 25, 2006

ég hlakka svo til að flytja..þetta er reyndar alveg pínu ponsu bær sem við ætlum að flytja til en það gerir ekkert því Kolding er rétt hjá, tekur bara 10 mín að keyra í menninguna. Svo verður þetta svo fínt, gaurinn er alveg á fullu að setja húsið í stand og svo er líka garður, það er það besta finnst mér...þá get ég legið í sólinni á meðan junior sefur í vagninum og svo getum við líka grillað...við grilluðum út um gluggan í fyrra hér i blokkinni..reykskynjarinn var ekki svo ánægður með það hahahha

svo var mér líka að láta mér dreyma um garð í gær því það var svo geggjað veður en ég varð varð varð að lesa..já eða bara svalir svo maður geti setið úti!

Svo fáum við líka hver okkar vinnuherbergi..það verður svefnherbergi, barnaherbergi, mitt herbergi sem á líka að vera gestaherbergi og tölvuherbergi fyrir Hans, svaka fín stofa, garður,sólpallur, uppþvottavél, þvottavél og þurrkari inn í húsinu ekki nirði í einhverjum kjallara og ekki minnst bílskíli..já þetta er ekkert slor

hér eru myndir af klósettinu niðri fyrir og eftir

Sunday, April 23, 2006

jiiii ég er svo reið yfir þessu..þ.e.s atburðum næturinnar að ég ólga að innan..af réttmætri reiði..hvað er eiginlega að fólki..að dunda sér við að eyðileggja fyrir örðum sér til skemmtunnar ég spring bráðum í loft upp!!!
hér eru myndir af skemmdunum.

dauði og djöfull helvíti og anskoti og fleira ljótt sem er óhæft til skrifa!!)/%$%#/%%"!$%/

Þegar við komum út í dag var búið að kasta tveimur steinum inn í bíllinn okkar farþega megin..bæði í rúðuna framí og afturí!!! það var ekkert tekið bara helvítis skemmdarverk og svo voru líka dældir á þakinu á bílnum og í hliðinni..við erum svo búin að eyða öllum deginum í að rygsuga og reyna að plasta eitthvað svo Hans geti keyrt á honum í vinnuna á morgun og ekki nóg með það heldur lekur mótorinn kælivökva..þannig að þeir sem gerðu við bílinn hafa ekki notað almennilega pakkningu...þeir fá sko að heyra frá mér í morgun takk fyrir!!!

Nágranninn kom út og sagði að það hefði verið hópur af fullu ungu fólki eitthvað að þvælast um kring í nótt..og þegar ég labbaði út í búð sá ég fullt af glerbrotum á bílastæðinu við hliðina á ..þannig að við vorum ekki þeirra einu fórnarlömb..en það versta er að bílinn okkar er ekki í kaskó því hann er svo gamall!! ógeðslega súrt!!!

Saturday, April 22, 2006

jæja nú er allt tilbúið hérna heima og komu krógans er beðið með óþolinmæði..ég er annars að reyna að stilla hugarástandið á prófaundibúning en það er ekki alveg að ganga upp mig langar bara að slappa af, og dunda mér í barnastússi en ætli maður verið ekki að taka sig saman í andlitinu og reyna að klára þetta..annars á ég örugglega eftir að bölva sjálfri mér þegar upptökuprófin eru hehehe.

Við Hans fórum bara á stúfana í dag og kíktum á húsgögn..okkur langar í nýja sófa, nýtt rúm og skrifstofuhúsögn í vinnuherbergið..en við vorum nú bara að skoða, það verður nú örugglega ekki mikið keypt fyrr en allt barnadæmið í komið í hús..skírnin og svona.

Eftir það keyrðum við út til Kerteminde sem er lítill bær hér rétt hjá, fórum niður á strönd og slátruðum einum borgara ásamt frönskum og kóki og horfðum á liðið windsurfa í góða veðrinu.

Saturday, April 15, 2006

við erum alldeilis búin að njóta þess að vera í fríi, búin að sofa lengi og njóta veðurblíðunnar, mamma og Pála rétt misstu af góða veðrinu það er alveg sól og sæla núna, í gær fórum við Hans í kvöld göngu á ströndinni og í dag fórum við út að fiska..það var reyndar Hans sem fiskaði, ég sat á bekk sleikti sólina og las fleiri hundrað síður..og safnaði kóngulóm ég get svarið það ég gerði varla annað en að skjóta þeim af mér svo þegar ég kom heim þá hrundi þeim af jakk jakk..en nú ætla ég að að fara að elda matinn, það verður mexíkó þema með tortillas og öllu tilheyrandi,
annars var ég að skella inn mynd á barnalandið af risabumbunni..fersk úr fiskiferðinni með kóngulær í hárinu hahahaha

..og já við flytjum sennilega ekki fyrr en 1.júlí, það er bara fínt þá verða meiri rólegheit í kringum barneignirnar, prófin og gestaganginn í maí/júní :)

Wednesday, April 12, 2006

Ég gleymdi nú alveg að segja frá því að á miðvikudaginn arkaði ég niður á verkstæði þar sem bíllinn okkar stóð og bar mig ílla..það gekk svo vel að viðgerðirnar kostuðu okkur ekki eina krónu og við vorum að fá silfur þrumuna heila heim í dag! Svo var að koma heim frá ljósmóður og tröllabarnið er orðið c.a 3 kíló...meðalþyngd á þessu stigi er 2,5..hún sagði að ég mætti alveg búast við rúmlega 4 kílóa ormaling!! Ég er alvarlega að vona að ég fæði smá fyrir tíman..kannski svona 1-2 vikum svo ég verði ekki að skjóta einhverju fermingarbarni út!
nú hefur ýmislegt dregið á daga mína síðust vikuna, á fimmtudaginn skellti ég mér í heimsókn til Söndru það var ekkert smá gaman að sjá hana aftur, við fórum á skólaleikrit hjá Alexander þar sem hann skemmti íklæddur kjúklingabúning hehehe svo hitti ég líka Orra.

Á föstudeginum fór ég og sótti mömmu og Pálu á flugvöllinn við örkuðum svo saman á helstu staðina í köben. Við héldum svo heim til Odense um kvöldið eftir langan og strangan verslunar/skoðunar dag hahaha á leiðinni heim urðu töf á lestinni þar sem hún keyrði á dádýr..hef sko aldrei lent í því áður! Um síðir komum við heim en fórum bara beint í rúmið til að safna orku fyrir næsta dag.

Á laugardeginum var leiðinda veður þannig að við skelltum okkur bara í Bilka og Rosengaardcenteret þar sem mamma og Pála tryggðu dönskum kaupmönnum góða ársveltu, ég og Hans áttum nú smá hlut í því þar sem við keyptum okkur svaka fína skiptiborðskommóðu..ég fékk nefninlega svo rosalega mikið af fötum og hlutum frá Unnari og Elínu að ég var að fara beint út í búð að kaupa kommóðu svo ég kæmi öllu góssinu einhverstaðar fyrir!

Sunnudagurinn var spennuþrunginn þar sem fjölskyldurnar hittust..við fórum í frokost hjá Ullu og Flemming það var svakalega huggulegt, gnægð matar, mamma var alveg ferlega stressuð en það rann fljótlega af henni þar sem þau eru hið yndislegasta fólk. Pála var á heimavelli fékk sér öllara og samkjaftaði ekki á dönsku :)

Eftir þessa eldskírn fórum við dálitlar krókaleiðir heim, við kíktum á höllina hjá Jóakim prins, varnargarðinn á vesturströndinni og keyrðum í gengum Ödis til að sýna mömmu og Pálu húsið sem við ætlum að flytja í, við vorum svo heppinn að eigandinn kom út og hleypti okkur inn..þetta lýtur lofandi út, allavega miklu betur en á myndunum og svo eru þau í fullum gangi með að endurnýja. Þegar við komum heim var bara hámað í sig pizza og farið að sofa...

Á mánudeginum fórum við svo í skoðunarferð um Odense, kíktum á H.C andersens hús, öll flottu gömlu húsin og niður í miðbæ..þar sem við leituðum árangurslaust eftir smörrebrauði mér til mikillar hneykslunar..ég var nú ekkert búin að kanna hvar það fékkst þar sem ég hélt maður gæti bara labbað inn á hvaða stað sem er..en svo er greinilega ekki!

Við vöknuðum svo fyrir allar aldir á þriðjudeginnum því kellurnar þurftu að ná lestinni á flugvöllinn..mér fannst nú bara eins og þær væru nýkomnar! En eftir að þær lögðu í hann fór ég heim og setti kommóðuna saman og allt barnadótararíið á sinn stað..svo át ég næstum því heilan pakka af súkkulaði rúsinum og kvaldist af græðgisverkjum hahaha.

Tuesday, April 04, 2006

DAUÐI OG DJÖFULL segi ég nú bara!

við Hans vorum á leið út í Bilka í gær og svo drapst bílinn bara allt í einu, við ýttum honum inn á bensínstöð og hringdum í Falck, sem betur fer tók ég smá aukapakka þegar ég tryggði bílinn sem tryggir okkur hjálp ef bíllinn bilar, annaðhvort að hann verði dreginn á verkstæði eða gert við hann á staðnum. Ég var nú ekkert að æsa mig þetta hljómaði nú ekkert illa, bara einhverjir smámunir..en nei nei þegar Falck kallinn kom heyrði hann um leið að TÍMAREIMIN VAR SLITIN, það er nú bara það versta sem getur gerst, úff ég blótaði svo allsvakalega að fuglarnir flugu úr trjánum og hlið heljar hafa örugglega opnast einhverstaðar...þegar við keyptum bílinn fyrir rétt tæplega mánuði síðan sagði sölumaðurinn að tímareimin var skipt í 135 tús og hún ætti allavega 35-40þ km eftir við erum rétt búin að keyra 5 þús!

Ég lét bara draga bílinn til Vagn Hansen þar sem ég keypti hann og hún ætla ég að fara að tala við þá..það versta er að maður hefur engan skilarétt á svona gömlum bíl og að við verðum sennilega að borga viðgerðina að fullu...þar að segja ef það borgar sig að láta gera við hann...ég vona að við höfum verið heppinn og vélin er ekki ónýt..þ.e að það þurfi bara að skipta reim!

En hún Svanlaug mín á afmæli í dag...hér erum við í góðu glensi í køben :) myndinni rændi ég frá Jóhönnu

Sunday, April 02, 2006

í gær tók ég því frekar rólega við Dísa kíktum aðeins í bæinn og ég keypti smá dótarí fyrir baby, bara einhverja eyrnapinna, barnaoliu og flöskubursta ekkert spennó. Eftir það fórum við heim til hennar og ég át á mig gat af svaka góðum heimabökuðum bollum..ég borðaði svo margar að ég hafði ekki lyst á neinu það sem eftir var dags hahaha Um kvöldið sá ég svo faliure to launch, hún var sæmileg, reyndar mjög fyrirsjánleg og brandarar sem maður hefur séð nokkrum sinnum áður, þó ágætis afþreyings

Ég gleymdi annars alveg að gabba fólk...ég var að spá í að hringja í Hans og þykjast vera að fæða, en það var kannski pinu of nasty ef hann færi að rjúka af stað áður en ég gæti sagt djók, svo er það nú eiginlega hefð að ég plati mömmu upp úr skónum með að ég sé ólett..en ég get nú ekki notað það núna þar sem það er deginum sannara hahaha. En ef einhverjum tókst að gera fyndið aprílgabb þá endilega skrifið það í kommentin..mér finnst aprílgöbb alltaf svo fyndin.

Og nú er bara vika í að mamma og Pála syss koma í heimsókn, ég hlakka rosalega til..líka til að sjá Söndru á fimmtudeginum ég ætla að fara með henni á eitthvað skólashow hjá Alexander þar sem hann á að leika kjúkling ekkert smá sætt :) Alexander átti nú afmæli í gær og varð 8 ára, ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða!

Saturday, April 01, 2006

ji ég gleymdi nú alveg að segja frá því að á miðvikudagsnóttina vaknaði ég um hálf fjögur leitið við þvílik öskur og læti og morðhótanir, þá voru einhverjir tveir gaurar að slást fyrir utan og einhver gella sem öskraði æææ hættiði hættiði, síðan komu þau inn á ganginn, þannig að þetta voru einhverjir úr blokkinni og þegar ég kom út á fimmtudaginn þá var fullt af blóði á gangstéttinni...ógeðslegt! Maður á kannski meira von á þessum um helgar en ekki svona í miðri viku!