Ómagasogur

Wednesday, May 31, 2006

á morgun koma Jóhanna og Svanlaug í heimsókn íííkkk ég hlakka svo ótrúlega mikið til að sjá þær ég gæti farist hahaha, þó kemst ekki mikið annað fyrir hjá mér þessa dagana en yndislegi sonur minn honum er dálítið íllt í maganum og á erfitt með að sjúga..eða sko þegar hann nær taki þá sýgur hann lífið úr mér en hann er bara svo óþolinmóður að hann verður trylltur ef hann fær ekki mjólk um leið, ég ætla að hringja í ráðgjafa á morgun og biðja hana um að koma og hjálpa mér til að fyrirbyggja allskonar vandamál sem geta komið upp með brjóstagjöf..best að byrja í góðum gír annars getur þetta verið hið versta vandamál. En greyinu er bara svo illt í maganum því hann gleypti fósturvatn á leið út og það framkallar ógleði.

En nú ætla ég að segja frá fæðingunni ógurlegu þannig að hér með eru viðkvæmar sálir aðvaraðar.

Þetta byrjaði allt saman um nóttina þann 24 ég vaknaði við að vatnið var farið og hringdi á fæðingarstofuna og þau sendu sjúkrabílinn til að ná í mig, ég mátti nefninlega ekki standa upp því hann var ekki búin að skorða sig (ef maður stendur upp getur naflastengurinn klemmst og barnið fær þá ekkert súrefni). Það er svo þröngt í íbúðinni okkar að falck fólkið komst ekki upp með börurnar og það þurfti að bera mig niður í stól hahaha.

En svo kom ég á sjúkrahúsið í gúddí fíling og svaka spennt þangað til ég sá svipinn á ljósmóðurinni..því þegar hún var að skoða mig sprautaðist bara blóð út um allt..ég var send í allskonar skanningar..þá kom það í ljós að vatnið var ekkert farið þetta var bara BLÓÐ þá fór ég að verða áhyggjufull..fylgjan var svo nálægt opinu að hún var farin að losna frá sem er náttúrulega stórhættulegt fyrir barnið. Ég fékk að vita að sennilega yrði ég að fara í keisara og þess vegna mætti ég hvorki fá vott né þurrt og mátti ekki ennþá standa upp. Svo biðum við og biðum og ekkert gerðist, þá ákváðu þau að halda mér yfir nóttina til að sjá hvort eitthvað færi að stað..ég þurfti að vera í herbergi með 3 örðum ein sem hraut hástöfum, ein sem hafði hríðir með tilheyrandi óhljóðum og ein sem þurfti að fá blóðþrýstinginn mældan á klukkutíma fresti..ef ég þarf að fara á spítala aftur þá tek ég sko eyrnatappa með!!

daginn eftir var stungið á vatnið og beðið eftir hriðum..en ekkert gerðist enn enda var ég ekkert útvíkkuð eða neitt, svo fékk ég drop til að örva hríðirnar og það virkaði svona allsvakalega að ég var nær dauða en lífi nokkrum klukkutímum seinna en bara með hríðir..enga útvíkkun, læknirinn kom að kíkja á mig því mér blæddi ennþá og hún sagði að ég ætti að fá mænudeifingu því annað væri bara ekki hægt því hríðarnar yrðu svo svakalegar með öllum þessum flækingum, oft fara konur að æla og svitna með 5-6cm í útvíkkun en ég var alveg löðursveitt, ælandi og spjúandi með 2cm. og svo fékk ég deifinguna sem var dálítil óþægileg tilfinning en draumur miða við allt annað hahaha

svo leið og beið margir margir tímar en það var nú bara fínt ég fann engan sársauka og lagði mig bara og allt hahaha svo klukkan 04 26.05 var slökkt á mænudeifingunni því ég átt bráðum að fara að pressa, úff ég var ekkert smá stressuð að missa deifinguna þegar hún hafði reynst ég svo vel..en svo byrjaði ballið kl hálf fimm og guttinn var mættur 6 mín í fimm..með blóðsprengingar í augum og á enni því honum var skotið svo hratt út greyinu..svo var auðvitað bara endalaus hamingja því mér tókst að fæða hann án þess að þurfa að fara í keisara og þá myndum við Hans fá að vera í hreiðrinu í huggulegheitunum..

en mér hélt áfram að blæða og blæða og blæða allsvakalega þá kom læknirinn með þær hræðilegu fréttir að ég ætti að fara í aðgerð því það væri sennilega eitthvað eftir af fylgjunni og það þyrfti að vera núna því ég var búin að missa meira en 2L blóð..sem þýddi líka að við Hans fengum ekki að vera í hreyðrinu heldur yrði ég send á deild sem heitir D1 og þar meiga feðurnir ekki gista..ÖMURLEGT

Svo var lillinn og Hans bara sendir burt og mér var rúllað inn á skurðstofu..fékk nýja deifingu og svo var ógeðisaðgerðin hafin þar sem þeir náðu í fylgjuna með hendi..ég fann engan sársauka en samt allar hreyfingar viðurstyggð..svo var ég send í vakningu og loksins kl 12 fékk ég að hitta Hans og lillan minn aftur..svo var ég á spítalanum í nokkra daga að jafna mig..og svona fór um sjóferð þá!