Ómagasogur

Monday, January 12, 2009

jæja þá er maður skriðinn undan feldi í smá stund allavega, ég er búin að vera í prófum..ég skilaði einu verkefni á mánudaginn var sá satan var 102 siður og svo fór ég í þriggja daga próf á þriðjudeginum, því skilaði ég á föstudaginn..svo er bara eitt munnlegt próf eftir, ég fer í það 21 jan. ég hlakka ótrúlega mikið til að vera búin..og svo er það bara Ísland beibí :)

Bræðurnir eru bara svaka hressir Lucas er enn í skýjunum yfir litla bróðir og vill helst að hann sofi uppí hjá honum..en mamman tekur fyrir það, annars verður krakkinn að flatköku :) Gaurinn var annars að koma úr 5 vikna skoðun hann er orðinn 5 kg og 55cm..hann stækkar ekkert smá þessa dagana, hann kemst varla í nr 56 lengur!

Ég hlakka svo mikið til að koma heim ég er alveg að sálast, skírnin verður sennilega þann 7 feb. á afmælinu mínu á höfuðborgarsvæðinu ég er ekki alveg búin að ákveða þetta allt saman :)

En jæja best að reyna að klára að skrifa jólakortin á meðan gullið sefur :)