Ómagasogur

Wednesday, January 21, 2009

jæja nú er ég búin í prófum og er öll að lifna við..ég er frekar þreytt enda engin tími til að sofa á daginn þó ég sé mikið vakandi á nóttunni. Ég ákvað á síðustu stundu að fresta síðasta prófinu þar til í janúar 2010, það skiptir engu máli það seinkar mér ekkert ég þarf bara að lesa þetta upp aftur fyrir prófið. Ég hafði nefninlega engan tíma til að undirbúa mig í ár, sá litli er búinn að vera ómögulegur í maganum þannig að hann er mikið vakandi bæði nótt og dag og það er ekki annað að gera en að labba um með hann. Lucas var svo líka lasinn greyið þannig að ég gat ekkert lesið. Á næsta ári verður sá litli náttúrulega byrjaður í pössun og þá er aðeins meiri tími til að lesa. Nema þeir verið veikir Lucas er alltaf veikur þegar ég er í prófum hahaha

Svo byrjar næsta önn núna 1.feb en ég mæti nú ósköp lítið ætla bara að lesa heima eins og ég get og svo bara sjá hvernig gengur.

Annars erum við svaka hress..ég er alveg að sálast úr spennu ég hlakka svo til að koma heim :) Ég hlakka líka mikið til að opinbera nafnið á litla kút. Við vorum einmitt að fá ný vegabréf fyrir þá báða í gær en það má engin sjá vegabréfið hans litla fyrr en eftir skírnina! Við erum sko búin að nefna hann..en hann er bara heiðingi enn sem komið er hahaha

Það er nú ekki mikið af æsifréttum frá Sillu í orlofi þannig að ég segi bara over and out í bili og hlakka geggjað mikið til að sjá ykkur eftir bara nokkra daga :D læt eitt ótrúlega fyndið myndband fylgja með, takið sérstaklega vel eftir þegar krakkinn fretar með púður á rassinum ooohohohoho