Ómagasogur

Wednesday, November 19, 2008

Grísinn er enn í maganum! Það eru svo margir búnir að spyrja hehehehe, en það gengur bara rosa vel, ég fór í sónar í gær og allt lítur vel út. Blóðþrýstingurinn rosa flottur og sykurinn líka. Krakkinn er um 3 kg núna og væntanleg fæðingarþyngd er um 3,7 kg.
Ég fékk nýjan tíma 1.des og ef ég verð ekki búin að fæða þá fæ ég að vita hvenær á að setja mig af stað. Ef til þess kemur reikna ég með að það verði í kringum 7.des.

Ég var að fá ægilega flotta nýja fartölvu frá Hans, bara svona auka, hún heitir Acer aspier one og er bara "8,9 og 1 kg. Batteríið dugar ótrúlega lengi, ég er svo ánægð með hana. Nú þarf ég ekkert að drösla tölvunni minni í skólan ég skelli bara litla gripunm í töskuna, svo er hún öll hvít, glansandi og flott :) Hann fékk hana í skiptum fyrir síman sinn og einhverja tölvumús..ægilegur díll hehe

Ég er annars með ótrúlega mikla ferðaþrá núna, langar bara að skella mér í húsmæðraorlof með stelpunum og taka trylling í NY eða eitthvað álíka..kannski ekki alveg rétti tíminn samt :)

Það á svo að koma snjór hér í DK um helgina, ég hlakka pínu til að fara með Lucas út á þotu og svoleiðis, ég vona bara að það haldist í nokkra daga allavega!