Ómagasogur

Wednesday, November 19, 2008

Grísinn er enn í maganum! Það eru svo margir búnir að spyrja hehehehe, en það gengur bara rosa vel, ég fór í sónar í gær og allt lítur vel út. Blóðþrýstingurinn rosa flottur og sykurinn líka. Krakkinn er um 3 kg núna og væntanleg fæðingarþyngd er um 3,7 kg.
Ég fékk nýjan tíma 1.des og ef ég verð ekki búin að fæða þá fæ ég að vita hvenær á að setja mig af stað. Ef til þess kemur reikna ég með að það verði í kringum 7.des.

Ég var að fá ægilega flotta nýja fartölvu frá Hans, bara svona auka, hún heitir Acer aspier one og er bara "8,9 og 1 kg. Batteríið dugar ótrúlega lengi, ég er svo ánægð með hana. Nú þarf ég ekkert að drösla tölvunni minni í skólan ég skelli bara litla gripunm í töskuna, svo er hún öll hvít, glansandi og flott :) Hann fékk hana í skiptum fyrir síman sinn og einhverja tölvumús..ægilegur díll hehe

Ég er annars með ótrúlega mikla ferðaþrá núna, langar bara að skella mér í húsmæðraorlof með stelpunum og taka trylling í NY eða eitthvað álíka..kannski ekki alveg rétti tíminn samt :)

Það á svo að koma snjór hér í DK um helgina, ég hlakka pínu til að fara með Lucas út á þotu og svoleiðis, ég vona bara að það haldist í nokkra daga allavega!

Tuesday, November 11, 2008

uss alltaf lofar maður bót og betrun og svo gerist ekki neitt...ég er búin að vera ótrúlega léleg að taka bumbumyndir, en ég smellti þó einni sjálfs-bumbu-mynd hér í morgun, það sést ekkert í fjésið á mér fyrir flassinu en það er víst í lagi hahaha.

Ég er komin 37 vikur núna og ekki ennþá komin yfir 10 kg+ er sko hæst ánægð með það :)blóðsykurinn fínn, blóðþrýstingurinn fínn og allt í gúddí..ég fékk smá bjúg í síðustu viku bæði í fætur og fingur, en hann virðist vera horfinn aftur. Ég fer svo í sónar á mánudaginn og hlakka svaka til að vita hvað króginn er orðinn stór!

Lucas hann blómstrar alveg og er alltaf jafn hress, hann samkjaftar ekki og er skapmikill ungur maður :) en hann er samt alltaf líka góður og ljúfur. Ég var einmitt úti að kaupa nokkrar gjafir í skóinn..úff hvað ég hlakka til að hann opni þær það er ótrúlega freistandi bara að gefa honum þær núna...en ætli jóli fái ekki heiðurinn í desember hahaha

Það gengur svaka vel í skólanum, bara dálítið mikið að gera..ég er eiginlega komin í orlof í vinnunni svona formlega séð en ég verð víst að klára þau verkefni sem ég er búin að fá borgað fyrir..

Sunday, November 02, 2008

jæja á morgun er ég búin að vera ein heima í heila viku, þar sem bóndinn er búinn að vera í vinnunni á vakt. En það er svo sem búið að ganga ótrúlega vel, enda í nógu að snúast, ég er búin að þvo einhver barnaföt, samfellur, taubleiur, sængurföt og sængurnar. Svo bauð ég Dorthe í mat á þriðjudaginn og heimsótti Dísu loksin á föstudaginn, það var ekkert smá gaman og konan bauð upp á dýrindis brauð að vanda :)Dísa er sett rúmlega mánuði á eftir mér og hún er með svaka netta og flotta bumbu..en ég er alveg að springa hahaha.
Ég er nú samt alveg lygilega hress og ekki búin að bæta neitt mikið á mig, maginn er bara orðinn svo svakalega stór. Ég er að bíða eftir að Hans komi heim svo hann geti smellt af mér einni mynd eða svo fyrir barnó.

Í dag er ég búin að þrífa húsið þar sem það kemur "hjúkka" í heimsókn á morgun að kíkja á Lucas, svona 2 1/2 árs heimsókn þar sem er athugað hvernig barnið hefur það og hversu þroskað það er. Svo geta foreldrarnir líka nýtt tækifærið og spurt um allt mögulegt, ég ætla að spyrja út í hvernig ég fæ hann til að borða meira fjölbreytt því hann er nú svaka gikkur og svo hvernig ég á að búa hann undir komu litla barnsins (ef hægt er að gera meira en ég hef nú þegar).
En nú ætla ég að leggja lokahönd á verkið við að skúra gólfið og svo held ég fari bara að sofa, er sko búin á því!