Ómagasogur

Sunday, October 29, 2006

í gær vöknuðum við Lucas árla morguns og tókum lestina til Köben kl 9 um morguninn við vorum svo mætt og aðalbrautarstöðina kl 12 þar sem við hittum Jóhönnu Gunna og kúlubúan, Jóhanna er með svo netta og fína bumbu það klæðir hana ekkert smá vel að vera ólétt :)við spásseruðum svo um bæinn í kíktum í hinar og þessar búðir ég keypti 3 langerma samfellur sokkabuxur og skyrtu og bindi á Lucasinn minn eftir það skelltum við okkur á mama rosa og snæddum, ég gæddi mér á kjúlla nachos, ég get þó ekki sagt að ég hafi rekist á mikinn kjúlla, hann var af mjög skornum skammti hahaha

síðan fórum við heim til Söndru, sátum bara að spjalla og svo fengum við dýrindis lambalæri með þrusu sveppasósu og örðu góðu namminammi ótrúlega lúffengt Orri og Sandra eiga framtíðina fyrir sér í kokkabransanum :), Jóhanna var svo hugulsöm og góð að koma með allskonar osta og sælgæti frá íslandi fyrir mig þó ég hefði ekki einu sinni beðið um það, ég var ekkert smá glöð, því ég gleymi alltaf að panta þegar einhver er að koma í heimsók og svo man ég það eftirá..ég ætlaði annars að skella mér í Irmu í köben að kaupa skyr, en ég náði ekki fyrir lokun svekkelsi svekkelsi en ég kaupi það bara næst :)

við mæðginin tókum svo lestina heim um köldið það var ekkert smá mikið að fullu liði í lestinni einn gaur var með bjórglas bundið um hálsin!

þegar ég fór úr lestinni þá þurfti ég hjálp með vagninn og það var mjög vingjarnleg stelpa sem hjálpaði mér, svo á meðan við vorum að bera út á byrjuðu dyrnar bara að lokast hún þurfti að ýta og ég hoppaði alveg aftur á bak því annars hefi hún klemmst, við öskruðum bara og þá kallaði lestarvörðurinn í dálitlu sjokki "ælta fleiri út" (frekar seint í rassinn gripið að mínu mati) ég svaraði bara "nei, en við viljum helst alveg út áður en þið farið af stað" spáið í ef vagninn hefði klemmst og þeir hefðu keyrt af stað!!! hann hefur örugglega ekki séð okkur, það var svo dimmt, því þeir eiga að tjekka hvort allir séu komnir almennilega út áður en þeir gefa merki um að það sé í lagi að renna af stað!

En jæja nú ætla ég að fara að reyna að skrifa, litli karlinn sofnaði í göngutúrnum áðan þannig að er um að gera að nýta tíman! og ekki verra að ég get maulað íslenskt yfir lærdómnum :)

Monday, October 23, 2006

jæja hér gengur allt sinn vanagang, ég er alveg á fullu að reyna að skrifa prófverkefni en það gengur eitthvað hægt, því er ekki heldur skrifað svo mikið á síðuna í augnablikinu, annars er allt fínt að frétta Lucas er kominn með tvær tennur, hann er nú ekki búin að öskra og grenja eins og ég bjóst við en hann er búin að vera mikið vakandi á nóttunni þannig að þegar hann sefur á daginn sef ég líka.

Á fimmtudaginn á hann svo að fá bólusetningu ég vona að hann verði ekki eins brjálaður og síðast, ég er alveg farin kvíða fyrir nú þegar! Á laugardaginn ætlum við mæðginin svo að skella okkur í dagsferð til Köben að hitta Söndru, Alexander, Jóhönnu, Gunna og kúlubúan það verður örugglega geggjað gaman ég hlakka ekkert smá til að sjá þau.

Monday, October 16, 2006

jæja nú er internetið búið að vera bilað í 4 daga..það ætti að taka þetta lið og skjóta það á færi..ég er orðin svo pirruð á þessu..en það eru stór fréttir af prinsinum hann er kominn með eina tönn :) hún er nú bara rétt komin upp á yfirborðið og sést varla..en hún er þarna hahaha

Ég er búin að fá SU JEYEJEYEYEYE JIIBBBúý en svo fékk ég að vita að ég fæ SU á meðan ég er með vinnu, þannig að í maí fæ ég hvorki SU eða orlof ætli ég verið ekki að fara bara afur á LÍN en sjáum nú til, hver veit nema að ég fái SU áfram ég ætla allavega að sækja um aftur þegar þar að kemur!

Ég og Hans fórum um helgina og keyptum okkur nýtt rúm sem hæfir fullorðnu fólki það er svaka fínt og gott að sofa í því, langt síðan ég hef vaknað og ekki verið illt í bakinu!

við erum annars eitthvað að velta fyrir okkur hvar við ætlum að vera um jólin..hver veit nema bara að við skellum okkur kannski til Tékklands á skíði :)

Friday, October 06, 2006

það gengur gluggagæir laus í Ödis einn af nágrönnunum sá hann í garðinum hjá sér og rauk út til að spyrja hvað hann væri að gera þá þóttist hann bara að vera að leita að fuglinum sínum, skrítin afsökun ef maður týnir fulgi þá fer maður ekki bara út að leita hann er löngu floginn burtu annað ef það væri köttur eða eitthvað.

En annars vorum við að fá nýtt sjónvarp, nágranninn var að kaupa sér splúnkunýtt og gaf okkur gamla það er alveg risa 28 tommu græja, en við erum reyndar líka búin að fá sjónvarp hjá mömmu og pabba hans Hans því þau eru að fara að kaupa sér LCD sjónvarp þannig að nú eigum við tvö 28 tommu jeje fyrr í dag áttum við bara vesælt 14 tommu sem þurfti að slá í öðru hverju því hljóðið datt alltaf út!!

Það er allt komið í graut í hausnum á mér varðandi sæng og dýnu afþví á dönsku er "seng" rúm og "dyne" er sæng svo var ég að spjalla við Svanlaugu áðan og segja henni eitthvað varðadi gestarúmið okkar þá sagði ég "æi svona sæng á fótum" hahaha og ég segi líka oft að ég ætli að breyða rúmið (sengen) yfir mig hahaha þá er oft mikið hlegið á mínu heimili

En jæja nú ætla ég að fara að leggjað mig ég ætla í leiðangur á morgun og reyna að finna buxur..helst rifheldar heheh

Tuesday, October 03, 2006

um daginn opnaði ég gluggan inn á baði og þá skaust þessi kónguló upp og lenti á bringunni á mér, ég hristi mig, skók og baðaði út öllum öngum svoleiðis að hún datt af áður en hún náði að skríða á milli búbbíanna! hrollur hrollur..þessi mynd var tekin skömmu fyrir dauða ógeðisdýrsins!

jæja það hefur ekki verið stundarfriður til að hamra eitthvað inn á síðuna..en nú skrifa ég í bitum hahaha

Sandra og Alexander komu í heimsókn um helgina, á laugardeginum vorum við nú bara mest að kjafta og sáum myndina clik saman sem er drep fyndin mæli með henni hehe svo á sunnudeginum fórum við yfir landamærin að versla Sandra keypti óheyrilegt magn af áfengi, ég lánaði henni svo tösku á hjólum til að flytja góssið hahaha en þau fóru heim á sunnudeginum, þau ætluðu upphaflega að vera til mánudags en svo var eitthvað skemmtilegt að gerast í skólanum hans Alexanders á mánudeginum þannig að þau urðu að fara heim fyrr..en það er ekki svo langt þangað til við hittum þau aftur því ég og Lucas ætlum til Köben í endan október þegar Jóhanna og Gunni koma

En á sunnudagskveldið voru allsvaðalegar þrumur og eldingar og þvílíkt úrhelli ég hef aldrei upplifað annað eins, við Hans slökktum öll ljósin og fórum upp að horfa og í því sama augnabliki sló niður í tré í nágrannagarðinum úff okkur brá geggjað en þetta var rosalega flott samt svo sendi ég greyið út í bíl til að tjékka hvort Sandra hefði gleymt vínflösku og hann varð holdvotur bara á því að hlaupa út á bílastæði og til baka!!!

Ég ætlaði reyndar til Odense í dag til að fara í skólan, en nú er ég eitthvað í vafa um hvort ég eigi að hætta í einu fagi og taka það á næstu önn frekar þegar Lucas er kominn til dagmömmu því maður verður eiginlega að mæta í hvern tíma og prófið er hóppróf, ég var komin í hóp og við erum 6 en svo fengum við að vita síðast að við meigum vera max 4 bölvað vesen!¨

en í dag fer ég þá bara til Kolding að skipta barnapíunni (alarminu) sem við keyptum um daginn það er ekki nógu gott og finna rifheldar buxur hahahaha skrifa meira síðar þegar gullmolinn er sofandi