Ómagasogur

Tuesday, December 02, 2008

Jæja smá fréttir, ég var í skoðun í gær og allt lítur ljómandi vel út. Blóðþrýstingurinn frábær og blóðsykurinn líka. Ég er reyndar búin að vera með gubbupest um helgina en er orðin frekar hress aftur. Úff það er sko ógeð að vera ólétt með æluna! En gubbupestin gerði það að verkum að, í prófunum, leit út fyrir að ég væri að svelta mig, þannig að ég varð að útskýra þetta fyrir næringarfræðingum hahaha en hún var nú ekkert að efast um svörin.
Barnið er um 3,5 kg núna ég verð svo sett af stað þann 07.12 kl 19.00 ef ég fæði ekki áður. Það getur tekið allt að 4-5 daga að setja svona fæðingu af stað (það er samt sjaldgæft held ég), þannig að ef þið heyrið ekki frá mér í nokkra daga þá er það þess vegna :) það er út af því að það fer allt eftir því hvað líkaminn er tilbúinn. Ef maður tilbúinn af náttúrunnar hendi þá er farið beint í að sprengja belginn og þá gengur allt mun hraðar fyrir sig. En ef maður þarf að fá hormónastíla getur þetta tekið lengri tíma.
Ég held nú samt að ólátabelgurinn komin aðeins fyrr..eða ég vona það allavega, langar ekkert svo mikið að verða sett af stað aftur, ég er líka búin að vera með frekar mikla samdrætti undanfarna daga.

Annars fórum við Lucas til Kolding um helgina og sáum jólasveininn koma siglandi í land, hann lagði að höfn beint fyrir framan Lucas, hann var ægilega spenntur enda kom jóli og tók í höndina á honum.Svo kom blaðamaður og tók myndir af Lucasi því hann var svo sætur með jólahúfuna sína hehe.
Ég náði ekki mörgum myndum það var frekar erfitt að taka myndir og halda á Lucasi, næstum því ómögulegt! En hann fékk nokkrar karamellur og svo gengum við upp á torg þar sem var kveikt á jólatrénum. Spenningurinn var búin að vera svo mikill allan daginn að guttinn sofnaði bara í bílum á leiðinni heim. En nú talar hann mikið um jólasveininn og pakka :)

Við förum líka bráðum á jólaball í leikfiminni þann 16 des og hjá dagmömmunum þann 18rosa fjör. Úff ég er líka að komast í jólastuð, það er bara meira og meira gaman á jólunum eftir því sem Lucas er meira spenntur fyrir þeim!

Annars er ég bara á fullu að vinna í prófaverkefni þessa dagana. Ég ætla í skólan á morgun, en svo nenni ég ekki meir :) enda eru allir mikilvægustu tímarnir búnir eftir morgundaginn.