Ómagasogur

Monday, December 08, 2008

Jæja góðir hálsar þá erum við komin heim! Við vorum útskrifuð á laugardaginn var, en ég hef bara ekkert komist í tölvuna. Nú er Lucas hjá dagmömmunni og sá yngri sefur :)

Á miðvikudagsmorguninn svona um 5 leitið vakna ég og finnst ég vera með frekar slæma samdrætti, en ég var ekkert að spá svo mikið meira í því og sofna aftur. En ég vakna í hvert sinn sem það kemur "samdráttur" svo fer ég að spá í hvort þetta ég eitthvað reglulegt og hvort þetta gæti verið að byrja. Ég fer á fætur um hálf 7 og er farin að finna frekar mikið fyrir þessu. Ég harka þetta samt bara af mér og geri Lucas tilbúin fyrir daginn. Ég segi við Hans að ég ætli bara að keyra Lucasi til dagmömmunar og svo koma aftur heim því ég var ekki alveg viss um ástandið (ég ætlaði sem sagt ekki í skólan). Ég segi við Hans að hann eigi bara að fara í vinnuna og ég hringi ef þetta er alvöru.
En svo vorum við í heima í svona 30 mín í viðbót og Hans var á leið út úr dyrum, þá segi ég við hann að hann ætti kannski að vera heima og hjálpa mér með Lucas til dagmömmunnar, svo gætum við kannski kíkt aðeins upp á spítala og látið kanna þetta, því nú var ég orðin alveg viss um að ég væri með hríðir og það voru bara cirka 3 mín á milli. Þær voru alveg slæmar en ekkert svo hrikalegar.
Við keyrðum svo með Lucas til dagmömmunnar og ég fór inn með hann og allt. Svo fórum við upp á spítala.
Við vorum komin þangað um hálf níu leitið. Þá var ég víst komin með 4 í útvíkkun. Ég fór svo bara í sturtu og þá voru hríðarnar orðnar frekar slæmar. Það var svo gott að vera í sturtunni að ég ákvað að eiga í baði.
Á meðan baðið var að fyllast þá skoðaði hún mig aftur og ég var bara komin með 5 í útvíkkun. Þá þótti okkur óhætt að Hans myndi renna heim að ná í þá hluti sem við gleymdum.
Ég fór bara í bað og það leið og beið....en svo fóru hlutirnir að gerast hratt og Hans var ekki kominn ennþá..ég hringdi og hringdi milli hríða, en aldrei svaraði hann og ég var orðin frekar áhyggjufull því það tekur ekki meira en 30 mín að keyra fram og til baka og það var liðinn cirka klukkutími. Svo var mig farið að langa til að pressa og Hans var ekki ennþá kominn...svo kom hann á síðustu stundu..ég fékk 2 hríðir í viðbót, pressaði 3x og svo var litli gaur mættur klukkan 11.49 að dönskum tíma! Þá hafði Hans setið í umferðarteppu á hraðbrautinni alveg að gera í buxurnar úr stressi..en hann náði þessu sem betur fer.
Strákurinn kom á svo mikilli ferð að hann varð dálítið blár og þrútinn í framan, svo sprungu líka æðar í augunum eins og hjá Lucasi. Hann er þó orðinn eðlilegur á litinn núna og augun eru að jafna sig.
Ég er alveg eitur hress enda missti ég lítið blóð miðað við fæðinguna hans Lucasar og það gekk bara allt svo vel, ekkert saumuð eða neitt :)

Við vorum á spítalanum í nokkra daga á eftir svo hægt væri að fylgjast með blóðsykrinum hjá okkur báðum, og það var ekki neitt að finna að tölunum. Lucas tekur litla svakalega vel enn sem komið er hann geislar alveg þegar hann fær að sitja með hann eða faðma hann og hann vill alltaf vera að kyssa hann og kíkja á hann. En ætli nýjabrumið fari ekki af honum bráðum hehehe

En jæja best að fara að gera eitthvað hérna heima áður en gullið vaknar. Takk fyrir allar kveðjurnar ótrúlega gaman að það séu svona margir sem hugsa til okkar :)