Ómagasogur

Monday, June 26, 2006

jæja nu erum vid buin ad pakka ollu okkar hafurtaski saman og flytja til Ødis..en vid getum to fyrst flutt inn tann 1 júli tannig ad vid erum hja tengdo i millitidinni..lillimann var alveg til fyrirmyndar i ollu flutningsveseninu og svaf bara vært og rott.

I dag for eg svo i sidasta profid mitt..loksins jejeje tvi var nad med glæsibrag kennarinn var alveg i skyjunum med heimasiduna mina og hafdi ekkert nema gott um hana ad segja :) Flemming tengdo sat fyrir utan med guttann sem sindi sinar bestur hlidar og var mjog godur..

annars er litla mommukruttid mitt 1.manada i dag, ji hvad timinn flygur..

en nu ætla eg ad fara ad borda eitthvad eftir langan og strangan dag

Wednesday, June 21, 2006

það er búið að vera nóg um að vera hér í Odense, við Hans erum búin að pakka næstum öllu sem við getum, við fytjum um helgina og svo fer ég í síðasta prófið á mánudaginn..en við fengum að vita í dag að við getum flutt allt dótið okkar en við getum ekki flutt inn fyrr en 1 júlí..það er nú meira vesenið en ætli við verðum ekki bara hjá tengdó í viku, þau eru svaka fín, bara óþægilegt að vera með litlamann að heiman svona lengi þ.e ekki með allt dótararí við höndina. En það er ekkert við því að gera.

Agnethe, Anne Marie, Tina og Emilie komu í heimsók í dag að kíkja á litla karl og gáfu honum pening og mér andlitsbað svaka lúxus :) svo kom hjúkrunarfræðingurinn að kíkja á gæann, hann er orðinn 3950gr þ.e búin að bæta hálfu kílói á sig á tveimur vikum, hann er að byrja að hjala og reynir að segja allskonar hljóð...svo er hann byrjaður að brosa..ég var í vafa til að byrja með því ég hélt bara að þetta væri bara loft í maga eða eitthvað..en nú er enginn vafi lengur hann brosir og brosir þegar maður leikur við hann og það er ekkert smá bros, hann brosir bara með öllu andlitinu, maður kikknar alveg í hnjánum, en það er nú ekkert að marka þegar mamman dæmir :)

Svo á morgun erum við að fara að hitta Marie og Trine svona áður en við flytjum og á föstudaginn verður hann til sýnis í vinnunni minni hahaha.

Ég er byrjuð á spá í skírninni en það veður tekið með fullum þunga þegar ég er búin í prófunum þ.e á mánudaginn.

Ég skilaði einu verkefni í gær og fékk líka þær góðu fréttir að ég get skilað einu verkefni sem ég missti af þegar ég var veik þangað til 31 ágúst, þannig að ég get bara skrifað það í rólegheitunum í sumar og þá er bara eitt sjúkrapróf í Janúar, sem er ofsafínt :) en jæja nú ætla ég að fara að búa til slideshowet mitt um hypermediacy og transperant immediacy fyrir mánudagsprófið!

Sunday, June 18, 2006

ég hef barasta hrist eitt verkefni úr erminni á einum degin..nú er bara að bíða og vona að það sé nægilega gott til að fá einkunnina bestået, síðan er bara eitt munnlegt próf eftir, það tek ég þann 26, við erum annars að fara að flytja um helgina, hlakka geggjað til..svo er ekki langt þangað til við komum á klakann..skrifa meira seinna

Thursday, June 15, 2006

Í dag á Jóhannan mín afmæli..til hamingju með daginn elsku vinkona :) hlakka til að sjá þig aftur eftir rétt rúmlega mánuð!!!


afmælisbarnið á góðri stundu í köben hér um árið!

Monday, June 12, 2006

ææææ ég get ekki tekið prófið í dag, það er nú ekki við litla gullmolan að sakast, heldur vaknaði ég í nótt með allsvakalegan stálma og bullandi hita, ég skil ekki hvernig þetta gat gerst hann er svo gríðarlega duglegur að drekka og svo var enginn fyrirboði, engir stíflaðir kirtlar eða neitt bara skyndilega hard core stálmi..og verðandi mæður látið ekki blekkjast þegar ljósmæðurnar segja að þetta sé pínu vont..þetta er horbjóðsleg viðurstyggð!! það er eins og brjóstið sé að springa í loft upp án alls gríns, sem betur fer er Trina á leiðinni með pumpu fyrir mig!!

En mér langar að óska Páli frænda mínu til hamingju með afmælið í gær og til hamingju með hið langþráða ökuskirteini.

Sunday, June 11, 2006

heeelllúúú skrifa þegar ég er búin í prófum það er þvílíkur tryllingur, ég ætla að prófa og sjá hvort ég nái einhverju en maður veit aldrei..ég fer i munnlegt próf á morgun hef eiginlega ekkert náð að læra því lilli var með illt í maganum í gær, tek hann með og Trine ætlar að sitja með hann fyrir utan, ef hann verður crazy þá verð ég bara að labba út..vona það besta!

Sunday, June 04, 2006

hæ hó ég er ennþá lifandi það er bara geggjað að gera, ég er að reyna að skrifa ritgerðirnar fyrir prófin en það er svosem í nógu mörg horn að líta með lillan, hann er algert matargat og vill alltaf vera að drekka enda undirhakan farin að stækka og litlu fingurnir orðnir ansi þrýstnir hahaha hann er meira að segja strax orðinn of lítill í ein náttföt!! Svanlaug og Jóhanna komu í heimsókn á föstudeginu og voru fram á laugardag, það var ótrúlega gaman að sjá þær, ég vildi bara hafa þær lengur :) ég prufaði að labba með þeim niður í bæ með vagninn og það gekk svakalega vel niður í bæ..en svo fór hann að vera óróglegur og þá varð ég að fara heim, hann öskraði eins og ljón alla leiðina heim..ég held bara að hann verði pínu hræddur við öll þessi nýju hljóð og svoleiðis þannig að ég ætla bara að fara í aðeins styttri göngutúra til að byrja með svona til að venja hann við.

Um kvöldið elduðum við svaka góðan kjúklingarétt a la Karen og salat með..Svanlaug var alveg að fara að stinga einu salatblaði upp í sig og ég rétt náði að stoppa hana þá var bara feitur snigill á því ógeð!!! En við ákváðum ekkert að vera að segja Jóhönnu frá því, því þá myndi hún aldrei snerta á matnum hahaha..ég skolaði annars salatið extra extra vel en það hefur einn félagi sloppið framhjá fálkabliki mínu hahah