Ómagasogur

Monday, May 04, 2009

jæja nú hef ég nokkrar mínútur aflögu. Hér er allt fínt að frétta ég er búin að skila skýrslunni ógurlegu, en núna á eftir er ég að fara til Odense að meta skýrslu hjá öðrum hópi..svo á einhver að meta skýrsluna mína næsta mánudag, og ég á að verja..úff ég hlakka sko ekki til það er svo bitchy stelpa sem á að gera það..svo er skýrslan ekki beint góð þannig það verður erfitt að standa þarna og verja. Svo er viku frí og þar á eftir taka prófin hrikalegu við (þetta skýrsludæmi er reyndar líka próf). Við Lucas og William skelltum okkur annars til Árósa í gær að hitta Ragga, Sigrúnu, Sibbu og Rabba það var rosa gaman, mér finnst alltaf svo næs og afslappandi að vera í kringum samlanda mína :)

Hér er sumarið sko gengið í garð, það er búið að vera um 20 stiga hiti og sól síðustu daga! Lucas byrjaði á leikskólanum á föstudaginn var..mömmunni til mikillar gleði, hann þurfti svo á því að halda, sko allt of stór fyrir þetta dagmömmu pjatt. Í þessari viku fara krakkarnir í ferð í dýragarð og svo kemur slökkvuliðið í heimsókn..held ég nú það verði fjör fyrir pjakkinn..alltaf þegar við löbbum framhjá slökkvistöðinni sogast hann alveg að glugganum eins og mý að mykjuskán og það tekur óratíma að tala hann til, til að halda áfram.

William er orðinn svaka stálpaður hann er kominn í sitt eigið herbergi og farinn að fá smá graut, bara pínu lítið samt, einu sinni á dag. Hann ætlar samt ekkert að fara að sofa almennilega gemlingurinn, hann er að vakna alveg ótal sinnum á nóttinni úff ég hlakka til þegar ég get farið að gefa honum aðeins meiri graut..bara leyfa maganum aðeins að venjast þessu fyrst.

En jæja best að fara að pakka honum í stólinn..og fara á vit örlagana...já eða kennarans hann hefur víst framtíð okkar í heljargreipum hehehe