Ómagasogur

Tuesday, May 02, 2006

jæja góðir hálsar nú hlýtur að fara að styttast í komu krógans, ég er sett 17 maí rétt rúmar 2 vikur í slaginn!! Ætli ég gangi ekki aðeins fram yfir..það er nú bara allt í lagi þá hef ég aðeins meiri tíma til að klára prófaverkefnin mín hahaha. Þó ég sé nú að verða allsvakalega spennt að sjá gripinn :)

Á fimmtudaginn fór ég heim til Agnethe og hitti stelpurnar yfir pizzu og trivial, það var ótrúlega gaman, þær fóru svo í bæinn og ég fór nú bara heim enda orðin ansi fyrirferðamikil hahaha fólk er alveg þvílíkt farið að kíkja á mig þegar ég er úti að hjóla..ég hjóla nú samt aldrei neitt langt, bara út í búð og niður á lestarstöð til að taka strætó í skólan.

Svo á laugardaginn komu Flemming og Ulla og við fórum í kaupleiðangur í Rosengaardcenteret, þar keyptum við rimlarúm og dýnu, sængurverasett, lak, vagn, dýnur í vagninn og burðarrúmið og smotterí á vagninn, flugunet og svoleiðis..við borguðum þetta nú ekki allt í einu hahaha við tókum það bara frá og svo sækir Hans það seinna..þau ætla samt að gefa okkur rúmið og það sem fylgir því, þannig að við þurfum bara að kaupa vagninn og smádótið..þau eru nú reyndar að gefa okkur það líka, en við notuðum bara peningana í bílinn á sínum tíma.

Eftir það fórum ég út í Bilka að kaupa inn og ég hef bara aldrei lent í öðru eins það var svo geðveikislega mikið að fólki þar..þetta er svipað stórt og hagkaup í smáranum og ég gat bara tekið eitt skref fram í einu, enda tók það rúmlega 2 tíma að kaupa í matinn..ég held ég fari aldrei aftur í bilka á útborgunardegi!

en jæja nú ætla ég að fara að drífa mig í skólan og horfa á ógeðismyndina cannibal holocaust, kennarinn okkar er sko heltekin af mannætumyndum án gríns hahaha