Ómagasogur

Wednesday, July 09, 2008

Jæja ég geri ráð fyrir að fólk bíði með öndina í hálsinum eftir fréttum úr sónarnum (hehe það er nú kannski mikið sagt :)en fyrst og fremst var barnið skannað í bak og fyrir og allt leit eðlilega út, heili, hjarta, mæna og svoleiðis...en þegar kom að því að tjékka á kyninu klemmdi krakkaormurinn saman fæturnar, þar af leiðandi fengum við ekki að vita hvers kyns væri!!!
Ljósan gat enganvegin fengið skýra mynd...en ekki að hún hafi reynt allt of mikið hún var dálítið turða. Hún var víst komin dálítið eftir á, þannig að það var ekki notaður neinn sérstakur extra tími í að tjekka á kyninu. En við fengum allavega mynd með heim í þetta sinn.
Við ætlum kannski í 3D seinna eða bara láta þetta koma á óvart, eina sem mér finnst dálítið skrítið er að geta ekki farið út að kaupa eitthvað í lit og spá fyrir alvöru í nöfn og svoleiðis. Ég get sko ekki getið mér til kynsins í þetta sinn það er bara alveg 50/50. En hér er hið leyndardómsfulla barn eins og það lítur út í dag :)

Monday, July 07, 2008

Hér er allt fínt að frétta ég er bara á fullu að vinna og tel niður dagana í íslandsferðina góðu. Matti og Elín komu og gistu hjá okkur á laugardaginn. Það var ekkert smá gaman að sjá þau, þau komu með góðgæti frá Íslandi og líka útskriftargjöf fyrir mig..ekki amalegt :) ótrúlega flotta glerkertastjaka sem Elín bjó til og mynd af Ísafirði eftir Matta, dálítið mikil tilviljun því ég var búin að segja við Hans að mig langaði svo að biðja Matta um að teikna fyrir mig mynd af Ísafirði. En ég vildi bara ekki gera það svona í kringum brúðkaupið þar sem þau hefðu örugglega í nógu öðru að snúast.
Skötuhjúin héldu svo ferðinni áfram til Ítalíu á sunnudeginum og ég var alveg græn og blá af öfund hehehe úff það er sko fátt skemmtilegra en að ferðast á Ítalíu það er alveg endalaust mikið að skoða.
En ég er búin að vera að skófla í mig smádraumnum sem þau komu með og svo rak ég augun í það sem stendur aftan á pakkanum..það er eitthvað í þá áttina " fólk með háþrýsting ætti að forðast óhóflega neyslu"...hmm bara fólk með háþrýstinn..gildir þetta ekki svona almennt eða má maður bara go wild :)
Nú eru bara 10 dagar í Ísland og bara nokkrir daga í sónarinn..úff ég er svo spennt.

Krakkinn sparkar af miklum móð nú þegar og af spörkunum að dæma er þetta ærslabelgur mikill á borð við Lucas...GOD HELP US ALL..nee djók Lucas er æðislegur greyið hann er alger orkubolti og það hleypur mikið hrekkjupúki í hann stundum, þá setur hann upp svaka prakkarasvip, pírir augun og brosir út í annað áður en hann ríður á vaðið, en hann er líka ósköp ljúfur og góður og er örlátur á faðm og kossa fyrir allt og alla. Hann er líka farinn að róast mikið og nú situr hann stundum og teiknar eða leikur bara með bíla eða spil og svo er hann ferlega kurteis segir alltaf gjörðu svo vel og takk fyrir, hátt og snjallt :)

En hér kemur smá eftirlýsing...hvað heita aftur svona kjarnar heima, þetta er svona sem matur setur oft í salat.