Ómagasogur

Thursday, November 29, 2007

Hæ hó allt fínt að frétta hérna að vanda ég er ægilega glöð þessa dagana enda búin að hrista af mér 10,7 kílóum geðveikt :) nú hlakka ég svakalega til að komast yfir 15 kílóin,,ætti nú alveg að geta það, sérstaklega ef ég fer að fordæmi Indverjana og dansa þennan svaka dans á hverjum degi hehehe! Annars er bara same old same old, vinna vinna og skrifa og skrifa, ég er að fara að taka upp fyrir myndina mína á þriðjudaginn og svo fer ég örugglega að klippa á miðvikudag og fimmtudag, svo hendi ég einni skýrslu saman og sný mér svo aftur að B.A ritgerðinni...úff hvað mig dreymir um þann dag ég skila verkefninu! Þá ætla ég sko að sletta ærlega úr klaufunum fara í dekur og fara að huga að Íslandsferð! Ég er annars að fara að kaupa jólaföt á Lucas á morgun og svo tek ég myndir að honum um helgina fyrir jólakortið og svo af Victoriu á mánudaginn nota tíman á meðan ég er með allan ljósabúnaðinn í láni.
Jæja best að fara að skella myndum inn á barnalandið áður en ANTM byrjar. Sjáið nýja líkamsræktardansinn minn í myndbandinu hér:)

Tuesday, November 20, 2007

Oh ég var alveg viss um að ég kæmist yfir 10 kílóin í þessari viku en ég var 200 grömmum frá málinu ég er búinn að léttast um 9,8 kíló....en sko bara hress með það :)

Það gengur bara vel í skólanum, ég er búin að setja B.A ritgerðina á pásu og er að vinna á fullu í stuttmyndinni núna en það er svaka tímafrekt og ég hlakka til að vera búin, þá er enn eitt verkefnið yfirstaðið ég get ekki beðið. Ég er líka farin að kvíða prófunum í desember þar sem ég hef ekki getað lært mikið á þessari önn vegna anna við önnur verkefni. Ég er farin að skilja fólk með prófkvíða, ég var sko aldrei stressuð í skólanum heima en frammistaðan er ekki eins góð á dönsku og ég vill hún sé. Það gengur rosalega vel í verklegu fögunum enda eiga þau mikið betur við mig þar sem maður fær að búa eitthvað til mér finnst það svo gaman, en bóklegu fögin eiga svosem ágætlega við mig líka mér finnst bara stundum erfitt að rökræða almennilega á dönsku þannig að ég fæ aðeins lægri einkannir þar.

Annars var ég að fá nýja tölvu frá karlinum mínum góða, rosa flotta fartölvu sem er svaka létt með geggjuðu batteríi þannig að nú þarf ég ekki lengur að dröslast með gamla múrsteininn sem alltaf var batteríslaus í skólann hahaha, en það sem er ennþá betra er að ég fékk geðveika canon EOS400 digitalmyndavél svo nú get ég sko farið að taka crazy gæðamyndir :)

Annars er Lucas búin að vera veikur síðustu daga með ælu og hita ekki skemmtilegt

Tuesday, November 13, 2007

Mér til mikillar ánægju er ég búin að missa 1,4 kíló á einni viku jejeje en ekki veitti af eftir átuna þegar Didda og Elín voru hérna þá er ég búin að missa 9,2 kíló í allt og ef allt fer eftir óskum kemst ég yfir 10 kílóin í næstu viku þá er ég u.þ.b hálfnuð! En B.A ritgerðin gengur ágætlega ég er búin að skrifa 15 síður svona lauslega á eftir að orða þetta betur, svo þarf ég að taka allavega 4 viðtöl og svo get ég klárað þetta verk djöfulsins! En ég verð víst að taka smá pásu í því til að gera stuttmynd ég á að skila henni ásamt skýrslu í desember. Ég var að spá í að taka viðtal við eina sem var með fæðingarþunglyndi, þá getur hún sagt frá reynslu sinni. Myndin á að heita "bak við skýin er himinn alltaf blár" (þetta er sko orðtak á dönsku). En jæja best að get to it!

Tuesday, November 06, 2007

jæja nú er að verða ansi langt síðan að ég skrifaði síðast, aðhaldið er búið að vera á pásu þar sem Didda og Elín komum með fulla tösku af góðgæti frá Íslandi í síðustu viku. Ég á vægast sagt eins og ég ætti lífið að leysa, liggur við að ég þurfi kjálkafatla, en ég var samt að byrja í aðhaldinu aftur í dag, ég vill nú sigrast á svona 12 kílóum í viðbót :)

Það var ekkert smá gaman að hafa dömurnar í heimsókn og við brölluðum ýmislegt meðal annars að fara til Flensborg og skoða okkur um og tryggja hagnað danskra verslana hehe

En nú er allt farið að ganga sinn vana gang aftur. Ég er að verða græn og blá af ógeði því ég er búin að lesa svo mikið fyrir B.A ritgerðina, hlakka sjúklega mikið til að vera búin að þessu þá verður sko gert eitthvað skemmtilegt! Læt heyra í mér síðar heimspekingurinn Niklas Luhmann bíður