Ómagasogur

Monday, May 22, 2006

nú verð ég að fara að taka mig saman í andlitinu og skrifa verkefnið í medie og kulturhistorie, ég er bara svo hrikalega eirðarlaus þessa dagana..ég veit sko alveg hvað ég ætla að skrifa en það er bara að koma því niður á blað!

Ég er farin að bíða dálítið eftir ormalingum, maginn er orðin svo ofsastór að hann er til mikilla trafala og ég get ekki brasað sérlega mikið..

En um helgina fórum við í fjord og bælt centeret i Kerteminde og kíktum á sjáfarlífið, selina og marsvín það var svaka gaman svo fórum við í lautarferð í ofsaroki og maturinn fauk út um allt hahaha um kvöldið horfði ég svo á eurovision og mér til mikillar ánægju vann Finnland, það gekk nú ekki sérlega vel fyrir danmörku enda var þetta ekkert sérstakt lag!

Í gær fór ég svo upp í skóla og lagði lokahönd á heimasíðuna mín og skýrsluna, ég á reyndar eftir að gera flowchart og storyboard en það tekur enga stund ég geri það bara rétt áður en ég á að skila!

En ég óska karen hér með til hamingju með útskriftina og þann glæsilega starfstitil prentsmiður :) TIL LYKKE