Ómagasogur

Tuesday, September 25, 2007

Jæja nú eru 6,4 kíló rokin, þetta gengur bara fram úr öllum vonum :) það er örugglega því ég er svo upptekin að ég hef ekki tíma til að hugsa um nammi hahaha

Ég var að surfa á qxl.dk í gær það er dönsk útgáfa af ebay og viti menn það var piss á uppboði!! Það er einhver sem pissar í bolla og selur hæstbjóðandi, er ekki í lagi með fólk, og það var mynd og allt!!

Það eru komnar nýjar myndir á barnaland :)

Friday, September 21, 2007

Dagmömmurnar í sýslunni lögðu niður vinnu á miðvikudaginn, hrikalegt maður, það var mótmælaaðgerð geng niðurskurði í Kolding kommune. Ég komst ekki í skólann eða neitt og vinn svaka yfirvinnu núna til að bæta upp tímatapið á miðvikudaginn...ég var alveg farinn í panik yfir að þær myndu fara í verkfall í nokkrar vikur þá væri ég sko alveg F**KED! En sem betur fer stóð þetta nú bara yfir í einn dag :). Annars er bara allt fínt að frétta, ég er búin að vera svaka ströng í átakinu í þessari viku, er líka að spá í að fara að sprikla eitthvað með, en það er bara erfitt að finna tíma.

Tuesday, September 18, 2007

Ég var ekki alveg eins dugleg í átakinu í vikunni sem leið, enda freistingar á hverju horni, við vorum boðin í villibráð hjá tengdó á laugardaginn og svo fórum við út að borða á sunnudaginn. Í forrétt fékk ég rækju í chilimarinaði, aðalrétt ægileg spareribs með piparsósu og kartöflubátum og svo pönnuköku með ís í eftirrétt..namm namm. En ég hef samt hrist af mér hálft kíló, ég verð bara að taka extra á því í þessari viku og léttast um 1,5 hahaha. Annars er bara allt fínt að frétta, ég á að halda fyrirlestur í skólanum á næsta miðvikudag, þannig að það er nóg að gera í þessari viku að undirbúa hann. Lucas er alltaf hress, ég er að gera allskonar leiki með honum núna sem styrkja jafnvægið, hann er svo valtur greyið :) hann fer upp á stóran bolta og svo vagga ég honum fram og til baka og svo ýti ég honum hægt og rólega í hringi á skrifborðstólum, við erum líka dugleg að fara út að róla og svoleiðis.
Ég fór að spá í gær, ég borða dálítið mikið af kjúkling, örugglega svona 1/2 kjúkling á viku jafnvel meira, hvað ætli ég sé þá búin að borða marga kjúklinga á ævinni. Lítum aðeins nánar á það. Ég dreg náttúrulega 1 ár frá þar sem ég borðaði örugglega engan kjúkling fyrsta árið. En 1/2 kjúlli á viku í heilt ár eru 26 kjúklingar. Útfrá því get ég séð að ég hef rifið í mig 624 saklausa kjúklinga yfir ævina, spáið í því það er bara heilt kjúklingabú!!!

Wednesday, September 12, 2007

Jæja það er víst kominn tími á blogg. Hér er allt fínt að frétta, ég er alveg að drukkna í verkefnum fyrir vinnu og skóla, en það gengur bara þó nokkuð vel. Ég er búin með Toy Story verkefnið og er að byrja á annari ritgerð sem á að fjalla um stjórnun í "þekkingar"fyrirtækjum, eins og t.d google þar sem þekking hvers starfsmans er mikilæg og sérhæfð, þ.e það á að fjalla um hvernig er best að safna og deila þekkingunni. Er ekki alveg að nenna að byrja, en illu er best af lokið. Ég er líka að byrja á B.A verkefninu mínu og ég er loksins búin að ákveða hvað það á að fjalla um. Það á að fjalla um trúverðuleika fyrirtækjabloggs, þ.e afhverju fyrirtæki velja að blogga og hvernig almenningur lítur á bloggið. Annars gengur aðhaldið bara fram úr vonum, ég er búin að hrista af mér rétt tæplega 5 kílóum á 3 vikum, bara að þetta gangi svona áfram þá verð ég slim áður en ég veit af hahaha langar að losna við cirka 15 í viðbót, en sjáum nú til. Chow for now :)

Tuesday, September 04, 2007

jæja nú er maður kominn í aðhald og það gengur bara þó nokkuð vel! Ég er búin að setja inn og hvað ég er búin að léttast mikið á síðustu vikum hér til hliðar :)