Ómagasogur

Wednesday, April 12, 2006

Ég gleymdi nú alveg að segja frá því að á miðvikudaginn arkaði ég niður á verkstæði þar sem bíllinn okkar stóð og bar mig ílla..það gekk svo vel að viðgerðirnar kostuðu okkur ekki eina krónu og við vorum að fá silfur þrumuna heila heim í dag! Svo var að koma heim frá ljósmóður og tröllabarnið er orðið c.a 3 kíló...meðalþyngd á þessu stigi er 2,5..hún sagði að ég mætti alveg búast við rúmlega 4 kílóa ormaling!! Ég er alvarlega að vona að ég fæði smá fyrir tíman..kannski svona 1-2 vikum svo ég verði ekki að skjóta einhverju fermingarbarni út!