Ómagasogur

Saturday, April 22, 2006

jæja nú er allt tilbúið hérna heima og komu krógans er beðið með óþolinmæði..ég er annars að reyna að stilla hugarástandið á prófaundibúning en það er ekki alveg að ganga upp mig langar bara að slappa af, og dunda mér í barnastússi en ætli maður verið ekki að taka sig saman í andlitinu og reyna að klára þetta..annars á ég örugglega eftir að bölva sjálfri mér þegar upptökuprófin eru hehehe.

Við Hans fórum bara á stúfana í dag og kíktum á húsgögn..okkur langar í nýja sófa, nýtt rúm og skrifstofuhúsögn í vinnuherbergið..en við vorum nú bara að skoða, það verður nú örugglega ekki mikið keypt fyrr en allt barnadæmið í komið í hús..skírnin og svona.

Eftir það keyrðum við út til Kerteminde sem er lítill bær hér rétt hjá, fórum niður á strönd og slátruðum einum borgara ásamt frönskum og kóki og horfðum á liðið windsurfa í góða veðrinu.