Ómagasogur

Tuesday, April 04, 2006

DAUÐI OG DJÖFULL segi ég nú bara!

við Hans vorum á leið út í Bilka í gær og svo drapst bílinn bara allt í einu, við ýttum honum inn á bensínstöð og hringdum í Falck, sem betur fer tók ég smá aukapakka þegar ég tryggði bílinn sem tryggir okkur hjálp ef bíllinn bilar, annaðhvort að hann verði dreginn á verkstæði eða gert við hann á staðnum. Ég var nú ekkert að æsa mig þetta hljómaði nú ekkert illa, bara einhverjir smámunir..en nei nei þegar Falck kallinn kom heyrði hann um leið að TÍMAREIMIN VAR SLITIN, það er nú bara það versta sem getur gerst, úff ég blótaði svo allsvakalega að fuglarnir flugu úr trjánum og hlið heljar hafa örugglega opnast einhverstaðar...þegar við keyptum bílinn fyrir rétt tæplega mánuði síðan sagði sölumaðurinn að tímareimin var skipt í 135 tús og hún ætti allavega 35-40þ km eftir við erum rétt búin að keyra 5 þús!

Ég lét bara draga bílinn til Vagn Hansen þar sem ég keypti hann og hún ætla ég að fara að tala við þá..það versta er að maður hefur engan skilarétt á svona gömlum bíl og að við verðum sennilega að borga viðgerðina að fullu...þar að segja ef það borgar sig að láta gera við hann...ég vona að við höfum verið heppinn og vélin er ekki ónýt..þ.e að það þurfi bara að skipta reim!

En hún Svanlaug mín á afmæli í dag...hér erum við í góðu glensi í køben :) myndinni rændi ég frá Jóhönnu