Ómagasogur

Saturday, April 15, 2006

við erum alldeilis búin að njóta þess að vera í fríi, búin að sofa lengi og njóta veðurblíðunnar, mamma og Pála rétt misstu af góða veðrinu það er alveg sól og sæla núna, í gær fórum við Hans í kvöld göngu á ströndinni og í dag fórum við út að fiska..það var reyndar Hans sem fiskaði, ég sat á bekk sleikti sólina og las fleiri hundrað síður..og safnaði kóngulóm ég get svarið það ég gerði varla annað en að skjóta þeim af mér svo þegar ég kom heim þá hrundi þeim af jakk jakk..en nú ætla ég að að fara að elda matinn, það verður mexíkó þema með tortillas og öllu tilheyrandi,
annars var ég að skella inn mynd á barnalandið af risabumbunni..fersk úr fiskiferðinni með kóngulær í hárinu hahahaha

..og já við flytjum sennilega ekki fyrr en 1.júlí, það er bara fínt þá verða meiri rólegheit í kringum barneignirnar, prófin og gestaganginn í maí/júní :)