Ómagasogur

Sunday, April 02, 2006

í gær tók ég því frekar rólega við Dísa kíktum aðeins í bæinn og ég keypti smá dótarí fyrir baby, bara einhverja eyrnapinna, barnaoliu og flöskubursta ekkert spennó. Eftir það fórum við heim til hennar og ég át á mig gat af svaka góðum heimabökuðum bollum..ég borðaði svo margar að ég hafði ekki lyst á neinu það sem eftir var dags hahaha Um kvöldið sá ég svo faliure to launch, hún var sæmileg, reyndar mjög fyrirsjánleg og brandarar sem maður hefur séð nokkrum sinnum áður, þó ágætis afþreyings

Ég gleymdi annars alveg að gabba fólk...ég var að spá í að hringja í Hans og þykjast vera að fæða, en það var kannski pinu of nasty ef hann færi að rjúka af stað áður en ég gæti sagt djók, svo er það nú eiginlega hefð að ég plati mömmu upp úr skónum með að ég sé ólett..en ég get nú ekki notað það núna þar sem það er deginum sannara hahaha. En ef einhverjum tókst að gera fyndið aprílgabb þá endilega skrifið það í kommentin..mér finnst aprílgöbb alltaf svo fyndin.

Og nú er bara vika í að mamma og Pála syss koma í heimsókn, ég hlakka rosalega til..líka til að sjá Söndru á fimmtudeginum ég ætla að fara með henni á eitthvað skólashow hjá Alexander þar sem hann á að leika kjúkling ekkert smá sætt :) Alexander átti nú afmæli í gær og varð 8 ára, ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða!