Ómagasogur

Wednesday, April 12, 2006

nú hefur ýmislegt dregið á daga mína síðust vikuna, á fimmtudaginn skellti ég mér í heimsókn til Söndru það var ekkert smá gaman að sjá hana aftur, við fórum á skólaleikrit hjá Alexander þar sem hann skemmti íklæddur kjúklingabúning hehehe svo hitti ég líka Orra.

Á föstudeginum fór ég og sótti mömmu og Pálu á flugvöllinn við örkuðum svo saman á helstu staðina í köben. Við héldum svo heim til Odense um kvöldið eftir langan og strangan verslunar/skoðunar dag hahaha á leiðinni heim urðu töf á lestinni þar sem hún keyrði á dádýr..hef sko aldrei lent í því áður! Um síðir komum við heim en fórum bara beint í rúmið til að safna orku fyrir næsta dag.

Á laugardeginum var leiðinda veður þannig að við skelltum okkur bara í Bilka og Rosengaardcenteret þar sem mamma og Pála tryggðu dönskum kaupmönnum góða ársveltu, ég og Hans áttum nú smá hlut í því þar sem við keyptum okkur svaka fína skiptiborðskommóðu..ég fékk nefninlega svo rosalega mikið af fötum og hlutum frá Unnari og Elínu að ég var að fara beint út í búð að kaupa kommóðu svo ég kæmi öllu góssinu einhverstaðar fyrir!

Sunnudagurinn var spennuþrunginn þar sem fjölskyldurnar hittust..við fórum í frokost hjá Ullu og Flemming það var svakalega huggulegt, gnægð matar, mamma var alveg ferlega stressuð en það rann fljótlega af henni þar sem þau eru hið yndislegasta fólk. Pála var á heimavelli fékk sér öllara og samkjaftaði ekki á dönsku :)

Eftir þessa eldskírn fórum við dálitlar krókaleiðir heim, við kíktum á höllina hjá Jóakim prins, varnargarðinn á vesturströndinni og keyrðum í gengum Ödis til að sýna mömmu og Pálu húsið sem við ætlum að flytja í, við vorum svo heppinn að eigandinn kom út og hleypti okkur inn..þetta lýtur lofandi út, allavega miklu betur en á myndunum og svo eru þau í fullum gangi með að endurnýja. Þegar við komum heim var bara hámað í sig pizza og farið að sofa...

Á mánudeginum fórum við svo í skoðunarferð um Odense, kíktum á H.C andersens hús, öll flottu gömlu húsin og niður í miðbæ..þar sem við leituðum árangurslaust eftir smörrebrauði mér til mikillar hneykslunar..ég var nú ekkert búin að kanna hvar það fékkst þar sem ég hélt maður gæti bara labbað inn á hvaða stað sem er..en svo er greinilega ekki!

Við vöknuðum svo fyrir allar aldir á þriðjudeginnum því kellurnar þurftu að ná lestinni á flugvöllinn..mér fannst nú bara eins og þær væru nýkomnar! En eftir að þær lögðu í hann fór ég heim og setti kommóðuna saman og allt barnadótararíið á sinn stað..svo át ég næstum því heilan pakka af súkkulaði rúsinum og kvaldist af græðgisverkjum hahaha.