Ómagasogur

Wednesday, November 29, 2006

Við Lucas skelltum okkur á James Bond með Dorthe og Victoriu um hádegisbilið, það var barnabíó í kolding þá tekur maður bara ormalingana með það var svaka gaman, ég bjóst við að þetta yrði rosa vesen og öskur og læti í hinum börnunum en það var ekki neitt neitt, auðvitað voru einhverjir sem öskruðu en það truflaði alveg furðu lítið, Lucas var alveg dáleiddur af stórskerminum og svo hjalaði hann bara og hló, fékk að drekka og sofnaði alger draumur :)

Annars ofhitnaði ísskápurinn okkar í dag svo ofaslega að ég gat ekki snert á glerflösku með salatsósu í!!! Hún var svo brenn brenn heit, en nú erum við búin að fá nýjan og stærri jejeje enda var þessi sem við vorum með pínu pínu lítill!

Tuesday, November 28, 2006

jæja nú er langt síðan ég hef gefið mér tíma í bloggið, á morgun erum við Dorthe að fara á Bond, við skellum okkur bara í babybíó, það er bíó kl hálf tólf um daginn og maður má taka ormana með, sniðugt ekki satt, það verður nú örugglega örðuvísi upplifun að fara í bíó með salinn fullan af smábörnum en gaman að prófa samt, ég hef heyrt því fleygt að nýji Bondinn sé keimlíkur einum rice krispís álfinum ég verð að kanna málið. Ég er svo að spá í að skella mér í klippingu í hárgreiðsluskólanum í Kolding er samt pínu í vafa, óttast að hárið verði undarlegt þegar það er óharðnaður nemi hefur hendur í hári mér. Um daginn lagðist ég í bakstur enn eina ferðina og bakaði mánaðar skammt af pizzusnúðum sem fylla frystinn og dísutertu, sem heppnaðist vel en bragðaðist undarlega, svo var kókosmjölið útrunnið í febrúar hahaha ojoj

annars eltir óheppnin mig eins og venjulega, en myndir segja meira en þúsund orð:





Wednesday, November 22, 2006

í gær fékk ég planið yfir janúarprófin..úff ég fékk hnút í magan, fyrsta prófið er 3 janúar, ég verð nú varla búin að jafna mig á harðsperrunum eftir skíðaferðina!! Mér finnst svo glatað að prófin séu ekki fyrir jól, svo maður getið notið jólanna í botn án þess að þurfa að hugsa með skelfingu til prófanna!

Annars er það að frétta að litli herran er komin með eigið herbergi, hann svaf nánast ekki neitt á nóttunni þannig að ég er búin að vera að vinna í því síðustu daga að venja hann á að sofa almennilega, það var ógeðslega erfitt fyrst hann öskraði eins og stunginn grís og þegar ég kom inn í herbergið til að spjalla við hann horfði hann á mig vonaraugum "ohh mamma viltu ekki taka mig upp og leika pínu" svo gekk ég aftur út og hann gargaði hann yfir þeim miklu svikum að ég tók hann ekki (en hann hætti alveg eftir eina mín, þannig að það var ekkert að)en svo á endanum sofnaði hann, svo í fyrradag var ennþá pínu erfitt að sofna einn en hann svaf alla nóttina..svo í gær var þetta ekkert mál, þá las ég sögu sagði góða nótt og slökkti ljósið og hann sofnaði alveg sjálfur og svaf alla nóttina...SNILLD svo er hann svo útsofinn og hress á morgnana að hann vaknar með bros á vör og er ótrúlega góður allan daginn :D

ég er annars búin að vera á jólagjafaleiðangri síðustu daga og þvílíkt magn maður er búin að kaupa, ég á nú samt nokkrar eftir...síðustu aurarnir hringla í buddunni og vilja komast út, ætli ég skreppi ekki í kolding storcenter í dag!

Thursday, November 16, 2006

hæ hó allir saman, það eru margir búnir að spyrja hvað á að gefa Lucasi í jólagjöf, allt íslenskt er vel þegið, bækur, geisladiskar og teiknimyndir, svo eru föt alltaf góð, hann notar númer 74 núna litla bollan og allt annað er kærkomið :)

Undanfarna daga er búið að vera mjög dularfull lykt í bílnum ég hafði ekki hugmynd afhverju, en svo fann ég sökudólginn þegar ég opnaði skottið, og það var texasmarinerað skinkusnitzel síðan vikunni áður sem hafði orðið eftir í skottinu jakk bjakk, ég henti því í ruslið á bensínstöðinn vonandi hefur ekki einhver róninn tekið pakkan upp og haldið hann hafi dottið í lukkupottinn!

Wednesday, November 15, 2006

jæja góðir hálsar nú er internetið búið að vera bilað í gær..það fauk nú alldeilis í mína og nú var þetta kornið sem fyllti þolinmæðinsmælinn gagnvart DLG (internet fyrirtækið sem við erum áskrifendur hjá), ég hringdi á slaginu átta í morgun og hellti mér fyrir aumingja stelpuna sem svaraði í síman, ég var nú ekkert dónaleg bara hörð, sagði að ég vildi segja áskriftinni upp og ég myndi aldrei mæla með DLG við nokkurn mann, að internetið er eitthvað sem maður verður að geta stólað á og svo framveigis..hún reyndi að útskýra með einhverju standart afsökunum, en nágranninn okkar er með sama net og hann hefur ekki átt í neinu vandræðum, svo vorum við með support áskrift og það gat hún hvergi séð þannig að þau gleymdu og redda því síðast þegar internetið var bilað...úfff hvað það rauk úr eyrunum á mér, því hún ætlaði ekki að senda viðgerðarmann fyrr en í næstu viku, þá fékk hún að heyra það en það leiddi svo til þess að internetið lagað í dag! Það borgar sig greynilega að leggja ofsakurteisina á hilluna öðru hvoru!

En annars er ósköp lítið að frétta, ég er að verða pínu stressuð fyrir prófin..
ég var að baka í fyrradag, ég var greynilega með slitið naglaband og það komst ger undir nöglina..puttinn á mér varð svo tvöfaldur á no time og ég gat ekki sofið alla sunnudagsnóttina því það var svo mikill hjartsláttur í honum, svo fór ég til læknis á þriðjudaginn og eins og allir vita eru læknar stundum dálítið sadó og hún kreysti og kleip í puttan á mér ógó vont! ég fékk pensilín enn eina ferðina...

ég er búin að vera með lag á heilanum í allan dag..þekkið þið þennan slagara

Yo!
Pump up the jam
Pump it up
While your feet are stompin'
And the jam is pumpin'
Look at here the crowd is jumpin'
Pump it up a little more
Get the party going on the dance floor
Seek us that's where the party's at
And you'll find out if you're too bad

I don't want a place to stay
Get your boody on the floor tonight
Make my day
I don't want a place to stay
Get your boody on the floor tonight
Make my day

Make my day
Make my make my make make my day
Make my day
Make my day
Make my make my make make my day

Yo!
Pump up the jam pump it up
A pump it up yo pump it
Pump up the jam pump it up
A pump it up yo pump it
Pump up the jam pump it up
A pump it up yo pump it
Pump up the jam
Pump it pump it pump it pump it, Yo!

Saturday, November 11, 2006

hæ hó góðir hálsar, hér er allt fínt að frétta, ég er nú heppin að lyklaborðið á tölvunni er í lagi ennþá, fékk sendan lista frá nammi.is hvað þeir eru með í boði fyrir jólin og munnvatnskirtlarnir unnu yfirvinnu...mmm þvílíkur listi með lambakjöt og grænar baunir frá ora og allur pakkinn!!! ég hlakka sko til að koma heim næst, en ég fæ allavega flugmiða frá sjálfri mér í afmælisgjöf þannig að ég kem í endan febrúar eða endan mars, örugglega i endan mars samt því þá á Unnar bró hálft stórafmæli og mamma stórafmæli ásamt því að Oddur frændi á að fermast.

Annars er farið að styttast glæmsamlega í prófin...íííkkk ég er frekar stressuð...
en nú er ég að spá í að fara í átak..ég verð nú að losna við meðgöngu spikið áður en ég kem heim maður lifandi!! ég mana alla til að heita á mig..hvað heldur þú að ég geti lést um mörg kíló á 15 vikum??? Ég stefni á minnst 10kg svo ég verði allavega jafn þung og fyrir óléttu

Wednesday, November 08, 2006

Hansimann er fríi í dag þannig að það er hinn stóri bökunardagur í dag, ég er búin að skella saman í speltbollur, pizzasnúða og ostahorn nammi nammi svo ætla ég að baka 5 korna brauð seinna en ég nenni ekki í dag, alltaf gott að hafa góðgæti í frystinum. Annars er bara ósköp lítið að frétta hún Stjarna krúttbomba varð 2 ára á mánudaginn og til hamingju með það litla dýr :) tíminn er svo fljótur að líða það er ekki langt þangað til ormurinn minn verður hálfs árs!

Monday, November 06, 2006

Nú er hún Karen ofsakona orðin hálfimmtug, en rétt í þessu dandalast hún um í tréklossum, hámar í sig fyndnar brúnkökur og hangir í vindmylluvængjum með túlipana í hárinu, já hún er í Hollandi kerlan...til hamingju með afmælið gamla :) ég slæ á þráðinn þegar þú kemur aftur heim!

Wednesday, November 01, 2006

jæja þá er kominn vetur i baunaveldi..ég fór út í búð í dag í góðum gír í léttum haustklæðum, lagði langt langt í burtu og rölti bara með guttalinginn svo þegar ég var búin að versla ætlaði ég að rölta til baka en nei nei þá var bara snjóstormur og síberíukuldi, ég bölvaði sjálfri mér í hljóði fyrir að hafa ekki bara lagt i fatlaðrastæðið og haltrað inn, ég neyddist bara til að pakka orminum almennilega inn í teppið og hlaupa út í bíl..vegalengd sem telst nú örugglega sem hálfmaraþon! úff púff.en maður getur nú kannski ekkert verið að kvarta það er nú kominn nóvember!

já og svona by the way þá er ég komin í kók bindindi, ekki búin að fá deigan dropa síðan á laugardaginn (en það má sko drekka á laugardögum), ég sakna þess nú furðu lítið...