Ómagasogur

Tuesday, November 28, 2006

jæja nú er langt síðan ég hef gefið mér tíma í bloggið, á morgun erum við Dorthe að fara á Bond, við skellum okkur bara í babybíó, það er bíó kl hálf tólf um daginn og maður má taka ormana með, sniðugt ekki satt, það verður nú örugglega örðuvísi upplifun að fara í bíó með salinn fullan af smábörnum en gaman að prófa samt, ég hef heyrt því fleygt að nýji Bondinn sé keimlíkur einum rice krispís álfinum ég verð að kanna málið. Ég er svo að spá í að skella mér í klippingu í hárgreiðsluskólanum í Kolding er samt pínu í vafa, óttast að hárið verði undarlegt þegar það er óharðnaður nemi hefur hendur í hári mér. Um daginn lagðist ég í bakstur enn eina ferðina og bakaði mánaðar skammt af pizzusnúðum sem fylla frystinn og dísutertu, sem heppnaðist vel en bragðaðist undarlega, svo var kókosmjölið útrunnið í febrúar hahaha ojoj

annars eltir óheppnin mig eins og venjulega, en myndir segja meira en þúsund orð: