Ómagasogur

Wednesday, November 08, 2006

Hansimann er fríi í dag þannig að það er hinn stóri bökunardagur í dag, ég er búin að skella saman í speltbollur, pizzasnúða og ostahorn nammi nammi svo ætla ég að baka 5 korna brauð seinna en ég nenni ekki í dag, alltaf gott að hafa góðgæti í frystinum. Annars er bara ósköp lítið að frétta hún Stjarna krúttbomba varð 2 ára á mánudaginn og til hamingju með það litla dýr :) tíminn er svo fljótur að líða það er ekki langt þangað til ormurinn minn verður hálfs árs!