Ómagasogur

Saturday, January 27, 2007

nú er ég búin að vera í fríi í nokkra daga, á miðvikudaginn fórum við Dorthe í babybíó að sjá Anja og Viktor brændende kærlighed, það var nú alveg ágætis skemmtun, svo fórum við í fakta og keyptum ný sundföt, ég keypti mér topp og buxur sem kostuðu 120 DK en guttinn við kassan skannaði bara buxurnar inn og ég sagði ekki eitt einasta orð, þannig að ég fékk sett fyrir 60DK hahaha svo á fimmtudaginn skelltum við okkur í sund og í gær kom hjúkkan að kíkja á Lucas hann er orðinn 9 kg og 70 cm svaka stór strákurinn hún kemur svo ekki aftur fyrr en hann er orðinn 2 1/2 árs því allt gengur svo vel.

Mér finnst annars bara undarlegt að vera í fríi ég hef alltaf þvang til að gera eitthvað, var næstum því farin að læra í gær..úff rétt slapp því Hot Chik var í sjónvarpinu guð hvað mér fannst hún fyndin, náttúrulega kjánaleg en drepfyndin samt.

Tuesday, January 23, 2007

jæja nú erum við loksins búin að skila verkefninu okkar..úúújéjéjé ég er frjáls...nú eru bara nokkrir yndislegir frídagar framundan og svo tekur ný önn við 1.feb þangað til ætla ég að reyna að gera hreint í svínastíunni og njóta lífsins,fara í andslitsbað plokkun og litun og fleira skemmtilegt :)

Nú er fyrsti snjórinn fallinn í konungsveldinu og umferðin til Odense var varasöm í morgun, ég er náttúrulega vön ýmsu en það er hinn almenni dani hinsvegar ekki...það hafa ekki verið annað en umferðaóhöpp síðustu tvo daga, 50 bíla árekstur í Køge!!!!

þegar ég kom að bílnum í morgun þá gat ég ekki opnað hurðina, hún var gjörsamlega frosin föst, ég hékk á henni og beytti öllum mögulegum brögðum til að opna en ekkert gekk, en viti menn ég hafi bara ýtt á vitlausan takka á fjarstýringunni þannig að billinn var bara læstur hahaha svo opnaði með fjarstýringunni og þá var sko ekkert mál að opna hurðina hahaha

En jæja ætla að fara að njóta þess að vera búin í prófum, á myndinn hér fyrir neðan getið þið séð flugveldasýninguna sem var haldin mér og mínum próflokum til heiðurs í Ødis city:)

Sunday, January 21, 2007

ég er að missa vitið, ég er að missa vitið, ég get mig ekki frá spss slitið..

úff við fengum verkefnið okkar afhent á þriðjudaginn, síðan er ég búin að rembast eins og rjúpan við staurinn að læra á forritið Spss sem maður notar til að reikna út niðurstöður úr skoðanakönnunum, dálítið erfitt en ég held ég sé búin að ná þessu núna, við eigum reyndar fyrst skila verkefninu 30.jan en við ætlum að hittast á morgun og reyna að klára þetta svo við getum fengið nokkra frídaga áður en næsta önn byrjar, svo í september byrja ég á aukafaginu mínu hlakka geggjað til ætla að reyna komast inn í blaðamanninn en eg það gengur ekki þá vel ég organisatorisk kommunikation þá get ég orðið samskiptaráðgjafi/blaðafulltrúi hjá allskonar fyrirtækjum og stofnunum.

Annars er búið að vera alveg crazy veður undafarið, sækó rok og rigning, það er búin að myndast risa tjörn á túninu hjá nágrannanum! Svo eru flóð út um allt og fokin þök, en það hafa þó ekki orðið neinar skemmdir hjá okkur.

Lucas er alltaf jafn hress skríður út um allt og tætir eins og hann eigi lífið að leysa haha svo er hann farinn að reyna að standa upp og styðja sig við.
það eru nýja myndir á barnalandinu

Annars er það helst í fréttum að Jóhannan mín var að eignast lítinn strák, ég hlakka svo mikið til að koma heim að sjá gripinn ég get varla beðið!!!Nú er líka ekkert svo langt þangað til!!

Monday, January 15, 2007

úff það er búið að vera brjálað verður hér síðustu daga, svo brjálað að við hélum að þakið myndi fjúka af kofanum það brakaði og brast í öllu og við vöknuðum oft og mörgu sinnum við lætin! við fórum meira að segja út og færðum bílinn svo að hann myndi ekki vera undir kirsuberjatrénu ef það mydni nú velta!!! það gerðist samt sem betur fer ekki við okkar hús, en það er víst flóð út um allt á norður jótlandi og svo fauk ýmislegt vítt og breitt um landið!

en ég gleymdi nú alveg að segja frá þvi að þegar ég keyrði heim frá Odense núna á fimmtudaginn þá sá ég svakalegt slys það var maður sem hafði keyrt yfir á vitlausan vegarhelming á beint framan á vörubíl, og það lentu tveir vörubílar og einn fólksbíll út í skurði og bíll mannsins var gjörsamlega kraminn, þegar ég keyrði framhjá þá var löggan búin að taka mikið til en ég sá bílinn og það vantaði þakið á hann og allt, Kristina nágranninn okkar hún keyrði framhjá fyrr um daginn og hún sá handlegg!!! ógeð maður, gaurinn léts víst á staðnum en engan anna sakaði held ég.

en nú byrja ég á ritgerðinni á morgun með hópnum, úff ég er alveg búin að njóta þessar örfáu frídaga í botn, og búin að gera mikið sem sat á hakanum í prófunum, eins og að þvo og þrífa og fylla frystinn af bakstri og góðgæti fyrir Lucas. Við ætlum bara að drífa þetta ógeðisverkefni af svo við getum fengið smá frí áður en vorönnin byrjar. MMM mér er strax farið að hlakka til sumarsins, leika með Lucas út í garði og svoleiðis svo erum við Hans að spá í að skella okkur í bíltúr á einhvern skemmtilegan stað í Evrópu kannski Slóveníu eða Hollands eða bara í gegnum nokkur lönd, gætum kannski keyrt í gegnum Pólland, svo til Slóveníu og Ungverjalands svo aðeins lengra til Króatíu eða eitthvað svo heim. En sjáum nú til hvað verður úr því :)

æ en ég verð nú að segja frá því að ég var í Kolding storcenter núna um daginn (verslunarmiðstöðin í kolding) og svo kom dálítill tartur labbandi og hann flaug á hausinn greyið vegna þess að hann gat ekki stjórnað hreyfingum sínum.En það sem mér fannst athugarvert við þetta var að það var enginn með honum, hann var bara einn úti (frekar ungur maður) svona mikið fatlaður, maður hefði búist við því að hann væri með aðstoðina innan handar.

Thursday, January 11, 2007

jæja nú er ég snúin aftur til siðmenningar eftir að hafa verið grafin í bókum og nær dauða vegna oflestrar hahaha en það borgaði sig þar sem ég náði öllum prófunum (á reyndar eina ritgerð eftir en ég næ því alveg) er gríðarlega stolt þar sem það voru geðveikt margir sem féllu í prófunum þessa önn.

annars er ósköp lítið að frétta ég hef nú ekki gert annað en að læra undanfarna daga, en ég sé fram á ný ævintýri eftir þessa mikla lestrarhrinu hahaha

Lucasinn minn er líka alltaf hress farinn að skírða og svona, ég læt hann elta dót út um öll gólf ótrúlega fyndið

En ég er búin að panta miða heim þann 17 mars og svo förum við aftur til DK þann 27 strax farin að hlakka til að sjá ykkur öll sömul :)

Monday, January 01, 2007

Halló halló allir saman nú erum við komin heim úr jólafríinu, komum reyndar þann 30 en það hefur verið nóg að gera :)

mig langar að byrja með að segja takk fyrir alla pakkana þvílíkt og annað eins pakkaflóð hef ég ekki upplifað lengi. Lucas fékk fullt af nýjum fötum, bækur, dót og geisladiska alveg frábært :) dáltið fyndið ein bókin var hljóðbók með hesti og ef maður togaði í spotta þá hneggjar hesturinn, en ég held hún hafið orðið fyrir skaða á leið til landsins því þegar maður togaði í spottan þá heyrðist bara surg og sarg en samt veiklulegt og fjarlægt hnegg...já nema að þetta sé bók um veikan hest hahaha

annars var jólafríið rosalega fínt þó við höfum ekki komist á skíði sökum snjóleysis, en við skutluðumst til Prag og sáum allt það merkilegasta, Lucas stóð sig líka alveg eins og hetja bæði á leið til Tékklands og heim alveg ótrúlega duglegur þessi elska. Þegar við vorum á leið heim stoppuðum við á rauðu ljósi í eyðilegu fjallaþorpi og þá vatt sér skuggalegur gaur upp að bílnum og byrjaði pússa rúðuna í gríð og erg, við kölluðum alveg hættu farðu burt en ekkert gekk svo endaði með því að við þurftum að flauta og flauta á hann til að hrekja hann á brott

Í gær fórum við svo yfir til nágrannans að borða, en við fórum aftur heim kl átta til að koma Lucasi í bælið svo sáum við bara the illusionist og kíktum aftur út á miðnætti til að sjá flugveldana. Ég bryjaði svo daginn á því að horfa á áramótaskaupið á netinu meðan ég gæddi mér á malti og appelsíni...

en nú byrja prófin af fullum þunga þannig að það verða örugglega ekki margar færslur næstu daga ég fer í eitt 8 og annað 9 svo enn eitt annað hvort 10, 11 eða 12..öll á sama tíma aarrrggg