Ómagasogur

Monday, January 15, 2007

úff það er búið að vera brjálað verður hér síðustu daga, svo brjálað að við hélum að þakið myndi fjúka af kofanum það brakaði og brast í öllu og við vöknuðum oft og mörgu sinnum við lætin! við fórum meira að segja út og færðum bílinn svo að hann myndi ekki vera undir kirsuberjatrénu ef það mydni nú velta!!! það gerðist samt sem betur fer ekki við okkar hús, en það er víst flóð út um allt á norður jótlandi og svo fauk ýmislegt vítt og breitt um landið!

en ég gleymdi nú alveg að segja frá þvi að þegar ég keyrði heim frá Odense núna á fimmtudaginn þá sá ég svakalegt slys það var maður sem hafði keyrt yfir á vitlausan vegarhelming á beint framan á vörubíl, og það lentu tveir vörubílar og einn fólksbíll út í skurði og bíll mannsins var gjörsamlega kraminn, þegar ég keyrði framhjá þá var löggan búin að taka mikið til en ég sá bílinn og það vantaði þakið á hann og allt, Kristina nágranninn okkar hún keyrði framhjá fyrr um daginn og hún sá handlegg!!! ógeð maður, gaurinn léts víst á staðnum en engan anna sakaði held ég.

en nú byrja ég á ritgerðinni á morgun með hópnum, úff ég er alveg búin að njóta þessar örfáu frídaga í botn, og búin að gera mikið sem sat á hakanum í prófunum, eins og að þvo og þrífa og fylla frystinn af bakstri og góðgæti fyrir Lucas. Við ætlum bara að drífa þetta ógeðisverkefni af svo við getum fengið smá frí áður en vorönnin byrjar. MMM mér er strax farið að hlakka til sumarsins, leika með Lucas út í garði og svoleiðis svo erum við Hans að spá í að skella okkur í bíltúr á einhvern skemmtilegan stað í Evrópu kannski Slóveníu eða Hollands eða bara í gegnum nokkur lönd, gætum kannski keyrt í gegnum Pólland, svo til Slóveníu og Ungverjalands svo aðeins lengra til Króatíu eða eitthvað svo heim. En sjáum nú til hvað verður úr því :)

æ en ég verð nú að segja frá því að ég var í Kolding storcenter núna um daginn (verslunarmiðstöðin í kolding) og svo kom dálítill tartur labbandi og hann flaug á hausinn greyið vegna þess að hann gat ekki stjórnað hreyfingum sínum.En það sem mér fannst athugarvert við þetta var að það var enginn með honum, hann var bara einn úti (frekar ungur maður) svona mikið fatlaður, maður hefði búist við því að hann væri með aðstoðina innan handar.