Ómagasogur

Monday, January 01, 2007

Halló halló allir saman nú erum við komin heim úr jólafríinu, komum reyndar þann 30 en það hefur verið nóg að gera :)

mig langar að byrja með að segja takk fyrir alla pakkana þvílíkt og annað eins pakkaflóð hef ég ekki upplifað lengi. Lucas fékk fullt af nýjum fötum, bækur, dót og geisladiska alveg frábært :) dáltið fyndið ein bókin var hljóðbók með hesti og ef maður togaði í spotta þá hneggjar hesturinn, en ég held hún hafið orðið fyrir skaða á leið til landsins því þegar maður togaði í spottan þá heyrðist bara surg og sarg en samt veiklulegt og fjarlægt hnegg...já nema að þetta sé bók um veikan hest hahaha

annars var jólafríið rosalega fínt þó við höfum ekki komist á skíði sökum snjóleysis, en við skutluðumst til Prag og sáum allt það merkilegasta, Lucas stóð sig líka alveg eins og hetja bæði á leið til Tékklands og heim alveg ótrúlega duglegur þessi elska. Þegar við vorum á leið heim stoppuðum við á rauðu ljósi í eyðilegu fjallaþorpi og þá vatt sér skuggalegur gaur upp að bílnum og byrjaði pússa rúðuna í gríð og erg, við kölluðum alveg hættu farðu burt en ekkert gekk svo endaði með því að við þurftum að flauta og flauta á hann til að hrekja hann á brott

Í gær fórum við svo yfir til nágrannans að borða, en við fórum aftur heim kl átta til að koma Lucasi í bælið svo sáum við bara the illusionist og kíktum aftur út á miðnætti til að sjá flugveldana. Ég bryjaði svo daginn á því að horfa á áramótaskaupið á netinu meðan ég gæddi mér á malti og appelsíni...

en nú byrja prófin af fullum þunga þannig að það verða örugglega ekki margar færslur næstu daga ég fer í eitt 8 og annað 9 svo enn eitt annað hvort 10, 11 eða 12..öll á sama tíma aarrrggg