Ómagasogur

Sunday, January 21, 2007

ég er að missa vitið, ég er að missa vitið, ég get mig ekki frá spss slitið..

úff við fengum verkefnið okkar afhent á þriðjudaginn, síðan er ég búin að rembast eins og rjúpan við staurinn að læra á forritið Spss sem maður notar til að reikna út niðurstöður úr skoðanakönnunum, dálítið erfitt en ég held ég sé búin að ná þessu núna, við eigum reyndar fyrst skila verkefninu 30.jan en við ætlum að hittast á morgun og reyna að klára þetta svo við getum fengið nokkra frídaga áður en næsta önn byrjar, svo í september byrja ég á aukafaginu mínu hlakka geggjað til ætla að reyna komast inn í blaðamanninn en eg það gengur ekki þá vel ég organisatorisk kommunikation þá get ég orðið samskiptaráðgjafi/blaðafulltrúi hjá allskonar fyrirtækjum og stofnunum.

Annars er búið að vera alveg crazy veður undafarið, sækó rok og rigning, það er búin að myndast risa tjörn á túninu hjá nágrannanum! Svo eru flóð út um allt og fokin þök, en það hafa þó ekki orðið neinar skemmdir hjá okkur.

Lucas er alltaf jafn hress skríður út um allt og tætir eins og hann eigi lífið að leysa haha svo er hann farinn að reyna að standa upp og styðja sig við.
það eru nýja myndir á barnalandinu

Annars er það helst í fréttum að Jóhannan mín var að eignast lítinn strák, ég hlakka svo mikið til að koma heim að sjá gripinn ég get varla beðið!!!Nú er líka ekkert svo langt þangað til!!