Ómagasogur

Saturday, January 27, 2007

nú er ég búin að vera í fríi í nokkra daga, á miðvikudaginn fórum við Dorthe í babybíó að sjá Anja og Viktor brændende kærlighed, það var nú alveg ágætis skemmtun, svo fórum við í fakta og keyptum ný sundföt, ég keypti mér topp og buxur sem kostuðu 120 DK en guttinn við kassan skannaði bara buxurnar inn og ég sagði ekki eitt einasta orð, þannig að ég fékk sett fyrir 60DK hahaha svo á fimmtudaginn skelltum við okkur í sund og í gær kom hjúkkan að kíkja á Lucas hann er orðinn 9 kg og 70 cm svaka stór strákurinn hún kemur svo ekki aftur fyrr en hann er orðinn 2 1/2 árs því allt gengur svo vel.

Mér finnst annars bara undarlegt að vera í fríi ég hef alltaf þvang til að gera eitthvað, var næstum því farin að læra í gær..úff rétt slapp því Hot Chik var í sjónvarpinu guð hvað mér fannst hún fyndin, náttúrulega kjánaleg en drepfyndin samt.