Ómagasogur

Friday, March 31, 2006

jæja góðir hálsar..hver verður 10. þús gesturinn á síðuna..viðkomandi verður nú að skrifa smá kveðju í kommentin :)

Hér er annars allt fint að frétta,reyndar dálítill óhappadagur, ég átti að fara til læknis í dag bara í óléttuskoðun en þegar ég mætti átti ég engan tíma í kerfinu þó að það sé langt síðan ég pantaði hann..en það var ekkert við því að gera þannig að ég fékk bara nýja tíma á mánudaginn. Svo fékk Hans fyrstu launin sín í dag frá nýju vinnunni og það voru gerð einhver mistök þannig að hann fékk ekki einu sinni helminginn af því sem hann átti að fá..en það verður vonandi lagað á mánudaginn annars erum við sko MEGA blönk hahahaha!

Ég verð bara ein heima um helgina þar sem Hans er að fara að heimsækja einhvern vin sinn á sjálandi, ég ætla bara að mæla mér mót við hana Dísu skvísu og gera eitthvað skemmtilegt :) og svo reyna að lesa upp það sem ég hef ekki haft tíma til og búa til eina heimasíðu eða svo..

Tuesday, March 28, 2006

nu er tad komid a hreint ad vid faum 4 herb. hus i Ødis, vid leigjum af vinnufelaga hans Hans sem er nybuin ad kaupa eitthvad eldgamalt hreysi, en tad verdur gert upp adur en vid flytjum inn, hann skellir inn nyju eldhusi og badherbergi svo verdur malad og sett parket, sem betur fer, eldhusid er ogedslegt og badhernergid er thakid brunum flisum svo er klosettid og vaskurinn grænt otrulega 1970!! Tetta verdur samt orugglega rosalega fint tegar tad er tilbuid tad er lika stor gardur tar sem eg hef hug a ad liggja i og sola mig i sumar :) Hans notar einhvern tima eftir vinnu ad hjalpa honum i husinu, en vid flytjum sennilega inn i juni eda juli er ekki alveg viss.

tad er annars bara yndislegt ad vera komin i orlof, eg svaf til 9 i morgun, gerdi ægilegar yoga æfingar og bakadi koku adur en eg for i skolan hehehe svo hef eg plon um ad reyna ad klara sem flest profaverkefni adur en barnid kemur, tad væri allavega alveg frábært ad vera buin med sem mest.

Vid Hans kiktum i barnabudir um helgina og fundum skiptibord og vagn sem vid kaupum bara tegar vid faum utborgad, ta er bara allt ad verda reddí!!

Sunday, March 26, 2006

jæja nú er loksins búið að opna fjörkálfasíðuna, þökk sé rausnarlegri endurgreiðslu frá danska skattinum hehehe ég er búin að bæta inn einni bumbumynd og ég fór í sama bolinn til að auðveldara væri að sjá muninn..og þvílikur munur!!

Annars er allt gott að frétta, það var skipt yfir á sumartíma í dag þannig að nú er aftur 2 tíma munur milli íslands og danmerkur..og ég þarf í raun og veru að vakna tíma fyrr á morgun fussum sveium!!

Wednesday, March 22, 2006

jæja nú var ég að koma heima frá fæðingarnámskeiðinu, í dag var svaka gaman við fengum að sjá fullt af tólum og tækjum sem eru notuð við fæðingar og allskonar ógeðslegar nálar sem er stungið á ýmsa staði. Á morgun fer ég svo á brjóstargafarnámskeið og skoðunarferð á fæðingarstofuna..greyið Hans missir af þessu öllu saman þar sem hann er alltaf í vinnunni...ætli hann sé ekki bara feginn hahaha.

Á föstudaginn er svo síðasti vinnudagurinn minn, ég hlakka geggjað til ég er að vona að ég geti notað eitthvað af timanum í að undirbúa mig fyrir prófin og helst bara reyna að vera búin með allt sem ég get, þ.e öll skriftleg verkefni.

Við Hans fáum bæði pening frá skattinum ég fæ 20 og hans fæ 30 jejeje við erum nú þegar búin að nota smá í grafikkort og svo ætlum við að kaupa barnadót fyrir restina..þó nýja skó á mig :) Annars rignir kostnaðinum yfir okkur núna, frekar óheppilegur tími, en það koma tryggingagjöld af innbúi og bíl, allt barna dótið og svo eftir nokkra mánuði flytjum við og þá þarf að mála þessa íbúð og borga tryggingu í hinni..úff ég svitna alveg við tilhugsunina.

æ á leiðinni heim í dag þá sá ég gamla konum sem var nýbúin að kaupa svaka flottan blómvönd og hún skellti honum stolt í göngugrindina og arkaði af stað, en hún keyrði í einhverja ójöfnu og vöndurinn kastaðist út og svo keyrði hún yfir hann, greyið.

Thursday, March 16, 2006

jæja nu hef ég loksins tíma til að skrifa, það er búið að vera frekar mikið að gera í vikunni, um helgina vorum við hjá mömmu og pabba hans Hans, ég keyrði því Hans er búin að fá að brúka silfur þrumuna alla vikuna hahaha, en ég var pínu stressuð að keyra á hraðbrautinni því ég hef aldrei prófað það áður, en það var sko ekkert mál tekur bara nokkrar mínutur að venjast og svo allt í gúddí, maður má nefninlega ekkert vera að bremsa og ekki keyra hægar en 110.

Á sunnudeginum keyrðum við yfir landamærin og keyptum smá gos, nammi og bjór og svo skelltum við okkur í heimsokn hjá einhverjum gömlum vinnufélaga hans Hans, þar duttum við alldeilis í lukkupottinn, hann var nýbúin að kaupa sér nýja prentara og lánaði okkur sinn gamla. Við erum búin að vera að kíkja á laser prentara því okkar blekprentari er alveg ómögulegur maður prentar nokkrar síður og svo er blekið tómt og það er ekki ódýrt, en nú þarf ég ekkert að spá í það. Eftir það keyrðum við svo aðeins um í bænum sem við flytjum kannski til og hann er bara voðalega lítill og sætur..pínu mykjulykt af þessu öllusaman en kolding er rétt hjá og nú eigum við bil þannig að það gerir ekkert.

Á mánudaginn hitt ég svo Dísu og Birnu við kíktum í búðir og á kaffihús, um kvöldið elduðum við svo dýrindis pestókjúlla með risotto og salati og spiluðum smá Buzz, geggjað gaman. Svo fylgdu dömurnar mér heim,lúxus, ég vildi bara að Birna hefði stoppað aðeins lengur, en Dísa er hér ennþá í ótakmarkaðan tíma, þó að ég hafi nú verið ósköp léleg að hitta hana finnst mér voða næs að vita að einhverjum að heiman hér í bænum.

Þriðjudagurinn fór nú bara í vinnu og skóla, það vantaði 4 konur í vinnuna og við þruftum samt að gera allt hreint, ég hef sko sjaldan upplifað aðra eins geðveiki, eftir vinnu fór ég beint í skólan til að undirbúa fyrirlestur sem ég á að halda á þriðjudaginn næsta, þetta er hópavinna og það er alltaf svo erfitt að finna tíma sem við getum öll hist á, við hittumst svo aftur í dag og á mánudaginn næsta svo ætti þetta að ganga mjög vel

Í gær fór ég til ljósmóður og á fæðingarnámskeið, í þetta skiptið ræddum við mikið um sársauka og verkjalyf, mjög fræðandi, en ég held ég ætli að láta á það reyna að fæða náttúrulega, en ef það gengur ekki þá kannski bara fá hláturgas eða allavega eitthvað mildara en mænudeifingu, hvernig leggurinn er settur upp FREAKS ME OUT, ég er miklu hræddari við það en að skjóta krakkanum út.

Í dag hélt ég svo fyrirlestur i metode og undersøgelsesdesign, það gekk bara svakalega vel, þetta er í fyrsta sinn sem ég segi frá verkefni alein, ég hef alltaf verið í hópavinnu, en svei mér þá ef það gekk ekki bara betur en nokkrusinni, það var allavega hlegið og klappað :)

en jæja nú verð ég að fara að gera allt sem hefur setið á hakanum undanfarna daga..eins og t.d uppvaskið hehe

Friday, March 10, 2006

jæja loksins komin helgi..ég fer reynda smá i vinnuna seinnipartinn, en á morgun ætlum við Hans að fara út að keyra, við ætlum að kikja til Vamdrup(bæinn sem við flytjum kannski til) og svo fæ ég að sjá nýja vinnustaðinn hans, eftir það ætlum við að renna til tengdó þar sem feðgarnir ætla að yfirfara bílinn og kannski skella nýjum hátölurum í, þar sem það er bara einn slíkur í augnablikinu. Ég ætla að nota tækifærið og gera könnun á sjónvarpsáhorfi þeirra hjóna án þeirrar vitundar hahaha

ég á að kanna hvort fólk á sína föstu staði fyrir framan kassan, hvað það notar efnið í sjónvarpinu til t.d til að sýna kunnáttu sína, til að hefja samræður, hver stjórnar fjarstýringunni og svoleiðis mjög áhugavert frá mannfræðilegu sjónarmiði svona grínlaust, svo á ég að halda fyrirlestur um aðferði þeirra á miðvikudaginn. Ég má reyndar alveg velja hvað sem er en það er nú bara svo upplagt að kanna þau þar sem ég verð hjá þeim um helgina.

Eftir helgi þá verð ég nú að skella inn mynd af silfur þrumunni þ.e bílum :) og jafnvel einni bumbu líka. En ji ég fékk svo hrikalega martröð í gær, mér dreymdi að ég hefði fætt barnið, það lá bara allt í einu á gólfinu í mötuneytinu í vinnunni og ég hljóp til að hringja á sjúkrabíl, þegar ég kom til baka þá hafði einhver sett það inn í ofninn á fullt blast og það var allt brennt og bráðnað og kjötið féll af beinunum eins og á ofbökuðum kjúklingi, ógeðslegur draumur ég var alveg eftir mig í langan tíma þegar ég vaknaði og þurfti virkilega að halda aftur af tárnunum!

Wednesday, March 08, 2006

í dag er fyrsti dagurinn sem mér finnst ég vera ólett...það er búið að vera svo mikið að gera upp á síðkastið í vinnu, skóla, hér heima og í óléttustússi að ég er gjörsamlega búin á því, ég hef alltaf þrifist best með að hafa allt of mikið að gera en nú er það ekki alveg að ganga upp, og bakflæðið er að drepa mig (já Svanlaug sá djöfull er byrjaður)

Annars eru síðustu dagar búnir að vera mjög skemmtilegir, skrokkurinn er bara ekki alveg að fylgja með huganum hehehe við Hans fórum að stúfana um helgina og keyptum bíl, svaka flottan renault 19 síðan 1990 hehehe þetta voru samt kjarakaup þar sem það var einhver gamall maður sem átti hann og bíllinn er í gríðargóðu standi kostaði einungis 160 þús ég er sko alveg í skýjunum, en fyrst um sinn er það Hans sem notar hann til að keyra fram og til baka í vinnuna, en þegar við flytjum yfir á jótland þá nota ég hann til að keyra í skólan..svaka lúxus :) VIð kíktum fyrst á citroen sem leit mjög mjög vel út á pappírunum og svo þegar við komum að sjá hann var hann allur myglaður inn..beltin voru alveg loðin og allt ógeð!!

En jæja nú ætla ég að fara að lesa ég á að halda fyrirlestur um Dogville bráðum, rosalega spes mynd, þetta er reyndar í fyrsta sinn sem ég sé dogma mynd og mér fannst hún bara ótrúlega góð og skrítið hvað maður ég fljótur að gleyma umhverfinu og byrjar bara að ýminda sér að hlutirnir séu til staðar.

Wednesday, March 01, 2006

takk fyrir öll kommentin við síðustu færslu það er sko gaman að fá svona hrós mér finnst ljótan nefninlega vera farin ad gera vart við sig í tíma og ótíma hahaha.

Það er búið að vera ansi mikið að gerast í vikunni. Hans byrjaði í vinnunni í dag, greyið þurfti að taka lestina kl 4 í nótt og þar sem hann er búin að vera í fríi síðustu daga þá gat hann ekki sofnað snemma í gærkveldi og ég vorkenndi honum svo mikið að ég vaknaði aðeins á undan honum og lagaði kaffi og bjó til nesti, svo sofnaði ég bara aftur.Hann svaf meir að segja í öllum fötunum svo hann gæti fengið nokkrar mínútur extra hahaha. Hann verður örugglega alveg búin á því þegar hann kemur heim en hann er rosalega ánægður með vinnuna og hann fær svaka fín laun svo ástandið á heimilinu ætti að fara að lagast næstu mánuðina :) Ég ætla að staulast út eftir fagnaðarpizzu í kvöld!

Ég fór annars í fyrsta sinn á fæðingarundirbúningsnámskeið í dag það var ótrúlega gaman flestar stelpurnar voru á aldrinum c.a 24-28 og voðalega málgjarnar, við gerðum nú ekki mikið annað en að kynna okkur og væntingar okkar til námskeiðisins svo nokkrar öndunaræfingar. En ég hlakka voðalega til að fara aftur það er svo gaman að spjalla við aðra óletta þar sem ég get nú ekkert verið að ræða þetta við stelpurnar í bekknum á sama máta.

En við Hans vorum að spá í að kaupa skellinöðru en nú verður það sennilega gamall skrjóður því það er krafa frá vinnuveitandanum að þegar hann verður fastráðinn þá verður hann að hafa bíl, en við ætlum þá bara að reyna að finna einhvern fyrir 100-150 þús svona vinnubíl og ódýran í trygginum (það eru tryggingarnar sem eru svo geðveikislega dýrar hér í DK heima er sko bara smápeningur miðað við hér!) En jæja nú ætla ég að ná í pizzuna áður en maðurinn minn kemur heim lurkum laminn haha