Ómagasogur

Thursday, March 16, 2006

jæja nu hef ég loksins tíma til að skrifa, það er búið að vera frekar mikið að gera í vikunni, um helgina vorum við hjá mömmu og pabba hans Hans, ég keyrði því Hans er búin að fá að brúka silfur þrumuna alla vikuna hahaha, en ég var pínu stressuð að keyra á hraðbrautinni því ég hef aldrei prófað það áður, en það var sko ekkert mál tekur bara nokkrar mínutur að venjast og svo allt í gúddí, maður má nefninlega ekkert vera að bremsa og ekki keyra hægar en 110.

Á sunnudeginum keyrðum við yfir landamærin og keyptum smá gos, nammi og bjór og svo skelltum við okkur í heimsokn hjá einhverjum gömlum vinnufélaga hans Hans, þar duttum við alldeilis í lukkupottinn, hann var nýbúin að kaupa sér nýja prentara og lánaði okkur sinn gamla. Við erum búin að vera að kíkja á laser prentara því okkar blekprentari er alveg ómögulegur maður prentar nokkrar síður og svo er blekið tómt og það er ekki ódýrt, en nú þarf ég ekkert að spá í það. Eftir það keyrðum við svo aðeins um í bænum sem við flytjum kannski til og hann er bara voðalega lítill og sætur..pínu mykjulykt af þessu öllusaman en kolding er rétt hjá og nú eigum við bil þannig að það gerir ekkert.

Á mánudaginn hitt ég svo Dísu og Birnu við kíktum í búðir og á kaffihús, um kvöldið elduðum við svo dýrindis pestókjúlla með risotto og salati og spiluðum smá Buzz, geggjað gaman. Svo fylgdu dömurnar mér heim,lúxus, ég vildi bara að Birna hefði stoppað aðeins lengur, en Dísa er hér ennþá í ótakmarkaðan tíma, þó að ég hafi nú verið ósköp léleg að hitta hana finnst mér voða næs að vita að einhverjum að heiman hér í bænum.

Þriðjudagurinn fór nú bara í vinnu og skóla, það vantaði 4 konur í vinnuna og við þruftum samt að gera allt hreint, ég hef sko sjaldan upplifað aðra eins geðveiki, eftir vinnu fór ég beint í skólan til að undirbúa fyrirlestur sem ég á að halda á þriðjudaginn næsta, þetta er hópavinna og það er alltaf svo erfitt að finna tíma sem við getum öll hist á, við hittumst svo aftur í dag og á mánudaginn næsta svo ætti þetta að ganga mjög vel

Í gær fór ég til ljósmóður og á fæðingarnámskeið, í þetta skiptið ræddum við mikið um sársauka og verkjalyf, mjög fræðandi, en ég held ég ætli að láta á það reyna að fæða náttúrulega, en ef það gengur ekki þá kannski bara fá hláturgas eða allavega eitthvað mildara en mænudeifingu, hvernig leggurinn er settur upp FREAKS ME OUT, ég er miklu hræddari við það en að skjóta krakkanum út.

Í dag hélt ég svo fyrirlestur i metode og undersøgelsesdesign, það gekk bara svakalega vel, þetta er í fyrsta sinn sem ég segi frá verkefni alein, ég hef alltaf verið í hópavinnu, en svei mér þá ef það gekk ekki bara betur en nokkrusinni, það var allavega hlegið og klappað :)

en jæja nú verð ég að fara að gera allt sem hefur setið á hakanum undanfarna daga..eins og t.d uppvaskið hehe