Ómagasogur

Friday, March 10, 2006

jæja loksins komin helgi..ég fer reynda smá i vinnuna seinnipartinn, en á morgun ætlum við Hans að fara út að keyra, við ætlum að kikja til Vamdrup(bæinn sem við flytjum kannski til) og svo fæ ég að sjá nýja vinnustaðinn hans, eftir það ætlum við að renna til tengdó þar sem feðgarnir ætla að yfirfara bílinn og kannski skella nýjum hátölurum í, þar sem það er bara einn slíkur í augnablikinu. Ég ætla að nota tækifærið og gera könnun á sjónvarpsáhorfi þeirra hjóna án þeirrar vitundar hahaha

ég á að kanna hvort fólk á sína föstu staði fyrir framan kassan, hvað það notar efnið í sjónvarpinu til t.d til að sýna kunnáttu sína, til að hefja samræður, hver stjórnar fjarstýringunni og svoleiðis mjög áhugavert frá mannfræðilegu sjónarmiði svona grínlaust, svo á ég að halda fyrirlestur um aðferði þeirra á miðvikudaginn. Ég má reyndar alveg velja hvað sem er en það er nú bara svo upplagt að kanna þau þar sem ég verð hjá þeim um helgina.

Eftir helgi þá verð ég nú að skella inn mynd af silfur þrumunni þ.e bílum :) og jafnvel einni bumbu líka. En ji ég fékk svo hrikalega martröð í gær, mér dreymdi að ég hefði fætt barnið, það lá bara allt í einu á gólfinu í mötuneytinu í vinnunni og ég hljóp til að hringja á sjúkrabíl, þegar ég kom til baka þá hafði einhver sett það inn í ofninn á fullt blast og það var allt brennt og bráðnað og kjötið féll af beinunum eins og á ofbökuðum kjúklingi, ógeðslegur draumur ég var alveg eftir mig í langan tíma þegar ég vaknaði og þurfti virkilega að halda aftur af tárnunum!