Ómagasogur

Friday, March 31, 2006

jæja góðir hálsar..hver verður 10. þús gesturinn á síðuna..viðkomandi verður nú að skrifa smá kveðju í kommentin :)

Hér er annars allt fint að frétta,reyndar dálítill óhappadagur, ég átti að fara til læknis í dag bara í óléttuskoðun en þegar ég mætti átti ég engan tíma í kerfinu þó að það sé langt síðan ég pantaði hann..en það var ekkert við því að gera þannig að ég fékk bara nýja tíma á mánudaginn. Svo fékk Hans fyrstu launin sín í dag frá nýju vinnunni og það voru gerð einhver mistök þannig að hann fékk ekki einu sinni helminginn af því sem hann átti að fá..en það verður vonandi lagað á mánudaginn annars erum við sko MEGA blönk hahahaha!

Ég verð bara ein heima um helgina þar sem Hans er að fara að heimsækja einhvern vin sinn á sjálandi, ég ætla bara að mæla mér mót við hana Dísu skvísu og gera eitthvað skemmtilegt :) og svo reyna að lesa upp það sem ég hef ekki haft tíma til og búa til eina heimasíðu eða svo..