Ómagasogur

Wednesday, October 29, 2008

Ég var að koma úr heimsókn hjá Liselotte, jarðaförin var í gær. Þetta var ótrúlega skrítið það var dálítið kalt og rosalega tómt heima hjá þeim. Alltaf þegar ég hef komið hefur húsið verið fullt af börnum (því hún er dagmamma), dóti og öðru fólki, en núna var eitt herbergið nánast tómt fyrir utan barnarúm og smá ungbarnadót og það var rosaleg þögn.

En vá hvað þau eru aðdáunarverð og góð, ég ber þvílíka virðingu fyrir þeim. Hún sagði sögu sína og grét náttúrulega en var samt ótrúlega sterk. Lýsti stráknum og hvernig þetta allt var, hvernig þeim leið og hvað þau ætluðu að gera næst, þau eru strax farin að tala um að reyna aftur og eru líka hvött til þess á spítalanum..en þau segja að þeim langi að reyna við nr.3 um leið og þau eru tilbúin og mér finnst svo fallegt að þau segi númer 3 og ekki bara annað barn eða okkur langar að eignast 2 börn...þau eru búin að eiga 2 börn.

Liselotte spurði líka hvernig ég hefði það og hún sagði að henni hlakkaði til að sjá okkar barn sem sýnir bara hvað hún er sterk. Hún hafði víst líka verið með ungabarn í höndunum í gær það fannst henni rosalega gott, semsagt að fá að halda á barni, en hún var líka fegin að geta skilað því aftur. Auðvitað var hún alveg ótrúlega sorgmædd og maður sá það alveg á henni líkamlega líka, hún var föl með bauga og maður sá að þau hefðu bæði grátið mikið, hún talaði líka um að hún væri sennilega ekki tilbúin til að byrja að vinna með börn aftur eftir 14 vikur, sérstaklega ekki ef hún fengi eitt pínulítið og þyrfti að labba með barnavagn. En þrátt fyrir að þau séu nýbúin að ganga í gengum það versta sem maður getur ýmindað sér er ennþá svo mikill kraftur og baráttuandi í þeim, þau eru ekki búin að gefast upp.

Ég hef ótrúlega blandaðar tilfinningar núna ég er svo glöð og stolt af þeim en á sama tíma er ég líka svo sorgmædd og leið fyrir þeirra hönd.

Monday, October 27, 2008

"Gamla" dagmamman hans Lucasar hún Liselotte var líka ólétt eins og ég. Hún hætti að vinna í byrjun september og var sett 5 nóv. Þannig að maður var farinn að vera spenntur eftir fréttum, hvort hún væri nú búin að eiga eða hvað.
Hún og maðurinn hennar eru búin að reyna lengi og eiga 1 strák fyrir sem er 5 1/2 árs. Eftir að hún varð loksins ólétt eru þau búin að rífa bílskúrinn og eru að byggja við svo það sé nóg pláss í húsinu þeirra, ótrúlega gaman fyrir þau og hún var bara svo svo spennt. Það var líka ótrúlega gaman hvað við gátum tala mikið saman um óléttuna og svoleiðis því við erum settar á svipuðum tíma, ég hitti hana einmitt í síðustu viku og hún var búin að gera öll fötin tilbúin og svoleiðis....svo fékk ég að vita í morgun að hún átti lítinn dreng á fimmtudaginn var..en hann var dáinn.

Þetta gæti ekki verið hræðilegra og svo ótrúlega sorglegt og ósanngjarnt að þetta hafi komið fyrir þau.

Sunday, October 26, 2008

Vá hvað ég er ótrúlega glöð...ég var að fá tölvupóst frá rosa flottu fyrirtæki í Odense sem hafði heyrt um verkefni sem ég gerði í skólanum og þau vildu fá mig í vinnu hjá sér! úff og vinnulýsingin var svvvoooo spennandi!

En ótrúlega óheppilegur tími samt hahaaha, ég er að fara í barneignarfrí eftir 2 vikur!

Hún sem skrifaði til mín sagði að ég ætti líka kost á að koma í praktik hjá þeim. Ég á að fara í praktik í sept. 2009, þannig að ég skrifaði bara til baka, að ég væri mjög upp með mér en tímasetningin væri einstaklega óheppileg og spurði hvort ég mætti ekki hafa samband við þau í 2009.

Geðveikt gaman að vera svona headhuntet hehehe

Saturday, October 25, 2008

hæ hó góðir hálsar, hér er allt fínt að frétta, ósköp lítið nýtt og allt gengur sinn vanagang. Ég er ótrúlega bissý þessa dagana, því ég þarf að fara í svo mörg test og viðtöl á spítalanum. Ég var einmitt á ferðinni síðastliðinn mánudag í blóðprufum og þess háttar. Það kom svo í ljós að blóðsykursmeðaltalið fyrir síðustu 30 daga er mjög eðlilegt, það má vera 0,25-2,5 minnir mig (þegar maður er EKKI sykursjúkur)og mitt var 0,5. Efnaskiptin mín eru líka mjög eðilegt og nýrun fúnka fínt. Þannig að það að ég gæti bara ekki verið hressari...enda finnst mér þessi viðtöl og test frekar mikil tímasóun, það er samt gaman að heyra allar þessar tölur sem koma úr testunum.

Ég fer svo í vaxtarsónar, til næringarfræðing og hjúkkunnar á mánudaginn, bara í tjékk. Þann 26 nóv fer ég svo í sónar og þá verður örugglega ákveðið hvenær á að setja mig af stað, ef ég fæði ekki fyrir 7 des. Ég fer svo til læknis á miðvikudaginn í 35 vikna skoðun.

Við vorum annars að fá himmneska skápa á skrifstofuna. Þeir ná yfir allan vegginn og það er nóg pláss fyrir föt og skó! Loksins loksins en það var mikið mál að koma þeim í hús. Við fórum og keyptum þá á laugardaginn og leigðum kerru, svo voru þeir svo vel geymdir á lagernum að við gátum ekki fengið þá áður en við áttum að skila kerrunni. Á mánudeginum fór ég svo og fékk kerru hjá nágrannanum...crazy stóra og þunga og náði í skápana...þegar við settum þá saman kom í ljós að þetta voru ekki tveir heldur bara einn...þá varð ég að fara aftur á þriðjudaginn, fá kerru og ná í hinn skápaskrattan..en nú eru þeir komir og við búin að setja þá saman jibbý kaj jei :)

Ég fór með Lucas til ljósmyndarans í passamyndatöku í dag, hann var ægilegt módel og naut þess í botn, svo sagði hann bara meira meira þegar ljósmyndarinn hætti að taka myndir..reyndi meira að segja að tala hann til..."bara 1 meira" hahaha. Hann er farinn að tala ótrúlega mikið þessi elska og hann leikur allt eftir sem maður gerir..svo þegar hann er að óþekktast og ég segi hættu nú eða eitthvað svoleiðis, þá segir hann "mamma...ég fyndinn"

En það er annars að koma vetrartími hér í baunalandinu og á morgun er bara klukkustundar tímamunur á milli Íslands og DK þannig að þið þurfið ekki að óttast að ég hringi eldsnemma hahaha

Tuesday, October 14, 2008

Þá er ég búin að fara á spítalan í allskonar viðtöl og það gekk bara vonum framar. Ég byrjaði á því að fara í sónar í gærmorgun, barnið lítur mjög vel út og er í passlegri stærð, það er enginn vökvi undir húðinni á maganum sem er víst mjög algengt hjá sykursýkisbörnum. Hún sagði líka hjúkkan að ég væri ekki beint með sykursýki en rambaði á brúninni og því ætti ég að fylgja prógramminu svo þau gæti haldið auga með mér.
Þegar maður er búin að fara í svona sykurtest (þegar maður drekkur sykurvatn) má sykurinn í blóðinu vera cirka 7,0 minn var 9,2 það hljómar kannski mikið en það er rosalega stutt frá mörkunum.
Blóðþrýstingurinn gæti ekki verið betri og ég er 2 kg léttari en við síðustu vigtun, þannig að nú er ég búin að bæta á mig 8 kg á allri meðgöngunni og er bara ansi sátt við það :)
Ég fór svo til hjúkku og fékk blóðsykursmæli sem ég á að mæla mig með á hverjum degi einum og hálfum tíma eftir að ég er búin að borða morgunmat, sykurinn í blóðinu á þá að vera undir 7. Í gær var minn 3,9 og í dag 4,7 þannig að allt lítur bara mjög eðlilega út.
Eftir að hafa verið hjá hjúkkunni fór ég til næringarfræðings sem sagði að mataræðið mitt var mjög gott og ég þyrfti ekki að breyta neinu, það er rosa gott því það eina sem ég hef breytt er að ég hætti að borða nammi, annars borða ég allt það sem ég borða venjulega :)

Ég þarf svo bara að mæla blóðsykurinn í 2 daga eftir fæðingu og ekki 2 mánuði, ef allt lítur eðlilega út þá má ég borða allt það góðgæti sem ég vil um jólin jejeje. En ég á samt að fara í nýtt test 2 mánuðum eftir fæðingu til að tjekka hvort að efnaskiftin séu orðin alveg eðlileg aftur.

Svo þarf ég að fara aftur í viðtal eftir viku svo næringarfræðingurinn og hjúkkan geti litið á mælingarnar. Eftir 14 daga fer ég svo aftur í vaxtarsónar þannig það er fylgst mjög vel með mér! Enda fer bráðum að koma að lokasprettinum komin 33 vikur núna og ég fæ ekki að fara yfir tíman.

Annars er gemlingurinn hann Lucas aftur orðinn veikur, sem betur fer bara smá veikur og ég vona að hann komist til dagmömmunnar á morgun!

Svo langar mig að óska Birnu og Bjarka til hamingju með stelpuna, sem kom loksins í heiminn í gærkveldi :)

Monday, October 06, 2008

Sælir lagsmenn, hér er allt það besta að frétta nema hvað að ég er komin með meðgöngusykursýki...eða svo segja þeir..ég er búin að fara í fullt af testum og þau eru jákvæð í annað hvert skipti..en allur er varinn góður og því má ég ekki borða neinn sykur það sem eftir er af meðgöngunni og í 2 mánuði eftir útungun...þannig að það er víst ekkert góðgæti um jólin fyrir silluna!

Ég er búin að vera í "sykurafvötnun" í viku núna og það er bara alls ekkert svo slæmt, ég borða hvort sem er allt sem ég borða venjulega hérna úti, rúgbrauð með osti, ávexti og meira gott. Það eina sem er tricky er þegar við erum úti einhverstaðar og ég ætla að kaupa mér bita, þá er alltaf sykur í einhverju af hlutunum..eins og í samloku þá er eitthvað dubíus brauð eða sósa og svoleiðis.

Við erum annars búin að vera á ferð og flugi eins og vanalega. Á þar síðustu helgi fórum við til Grenaa á fiskasafn. Lucas var alveg á innsoginu af spenning..það eru nokkrar myndir á barnó..en æsingurinn var einfaldlega svo mikill að það gafst varla tími í myndatökur! Svo fórum við í afmæli hjá Önnu Sól á laugardaginn var, það var ótrúlega gaman og mikið gott að borða :) Lucasi fannst rosalega mikið fjör og hann steinsofnaði á örskotsstundu í bílnum á leiðinni heim.

Annars er ég búin að setja bumbumyndirnar sér á barnó, í albúmmið "ólátabelgur 2008" og sónarmyndir í annað albúm. Ég er komin 32 vikur núna...ótrúlega lítið eftir maður!

En jæja ég á að halda fyrirlestur á morgun í markedskommunikation þannig að ég verð að æfa mig smá og smyrja eitthvað sykurlaust nesti :)