Ómagasogur

Monday, October 27, 2008

"Gamla" dagmamman hans Lucasar hún Liselotte var líka ólétt eins og ég. Hún hætti að vinna í byrjun september og var sett 5 nóv. Þannig að maður var farinn að vera spenntur eftir fréttum, hvort hún væri nú búin að eiga eða hvað.
Hún og maðurinn hennar eru búin að reyna lengi og eiga 1 strák fyrir sem er 5 1/2 árs. Eftir að hún varð loksins ólétt eru þau búin að rífa bílskúrinn og eru að byggja við svo það sé nóg pláss í húsinu þeirra, ótrúlega gaman fyrir þau og hún var bara svo svo spennt. Það var líka ótrúlega gaman hvað við gátum tala mikið saman um óléttuna og svoleiðis því við erum settar á svipuðum tíma, ég hitti hana einmitt í síðustu viku og hún var búin að gera öll fötin tilbúin og svoleiðis....svo fékk ég að vita í morgun að hún átti lítinn dreng á fimmtudaginn var..en hann var dáinn.

Þetta gæti ekki verið hræðilegra og svo ótrúlega sorglegt og ósanngjarnt að þetta hafi komið fyrir þau.