Ómagasogur

Wednesday, October 29, 2008

Ég var að koma úr heimsókn hjá Liselotte, jarðaförin var í gær. Þetta var ótrúlega skrítið það var dálítið kalt og rosalega tómt heima hjá þeim. Alltaf þegar ég hef komið hefur húsið verið fullt af börnum (því hún er dagmamma), dóti og öðru fólki, en núna var eitt herbergið nánast tómt fyrir utan barnarúm og smá ungbarnadót og það var rosaleg þögn.

En vá hvað þau eru aðdáunarverð og góð, ég ber þvílíka virðingu fyrir þeim. Hún sagði sögu sína og grét náttúrulega en var samt ótrúlega sterk. Lýsti stráknum og hvernig þetta allt var, hvernig þeim leið og hvað þau ætluðu að gera næst, þau eru strax farin að tala um að reyna aftur og eru líka hvött til þess á spítalanum..en þau segja að þeim langi að reyna við nr.3 um leið og þau eru tilbúin og mér finnst svo fallegt að þau segi númer 3 og ekki bara annað barn eða okkur langar að eignast 2 börn...þau eru búin að eiga 2 börn.

Liselotte spurði líka hvernig ég hefði það og hún sagði að henni hlakkaði til að sjá okkar barn sem sýnir bara hvað hún er sterk. Hún hafði víst líka verið með ungabarn í höndunum í gær það fannst henni rosalega gott, semsagt að fá að halda á barni, en hún var líka fegin að geta skilað því aftur. Auðvitað var hún alveg ótrúlega sorgmædd og maður sá það alveg á henni líkamlega líka, hún var föl með bauga og maður sá að þau hefðu bæði grátið mikið, hún talaði líka um að hún væri sennilega ekki tilbúin til að byrja að vinna með börn aftur eftir 14 vikur, sérstaklega ekki ef hún fengi eitt pínulítið og þyrfti að labba með barnavagn. En þrátt fyrir að þau séu nýbúin að ganga í gengum það versta sem maður getur ýmindað sér er ennþá svo mikill kraftur og baráttuandi í þeim, þau eru ekki búin að gefast upp.

Ég hef ótrúlega blandaðar tilfinningar núna ég er svo glöð og stolt af þeim en á sama tíma er ég líka svo sorgmædd og leið fyrir þeirra hönd.