Sælir lagsmenn, hér er allt það besta að frétta nema hvað að ég er komin með meðgöngusykursýki...eða svo segja þeir..ég er búin að fara í fullt af testum og þau eru jákvæð í annað hvert skipti..en allur er varinn góður og því má ég ekki borða neinn sykur það sem eftir er af meðgöngunni og í 2 mánuði eftir útungun...þannig að það er víst ekkert góðgæti um jólin fyrir silluna!
Ég er búin að vera í "sykurafvötnun" í viku núna og það er bara alls ekkert svo slæmt, ég borða hvort sem er allt sem ég borða venjulega hérna úti, rúgbrauð með osti, ávexti og meira gott. Það eina sem er tricky er þegar við erum úti einhverstaðar og ég ætla að kaupa mér bita, þá er alltaf sykur í einhverju af hlutunum..eins og í samloku þá er eitthvað dubíus brauð eða sósa og svoleiðis.
Við erum annars búin að vera á ferð og flugi eins og vanalega. Á þar síðustu helgi fórum við til Grenaa á fiskasafn. Lucas var alveg á innsoginu af spenning..það eru nokkrar myndir á barnó..en æsingurinn var einfaldlega svo mikill að það gafst varla tími í myndatökur! Svo fórum við í afmæli hjá Önnu Sól á laugardaginn var, það var ótrúlega gaman og mikið gott að borða :) Lucasi fannst rosalega mikið fjör og hann steinsofnaði á örskotsstundu í bílnum á leiðinni heim.
Annars er ég búin að setja bumbumyndirnar sér á barnó, í albúmmið "ólátabelgur 2008" og sónarmyndir í annað albúm. Ég er komin 32 vikur núna...ótrúlega lítið eftir maður!
En jæja ég á að halda fyrirlestur á morgun í markedskommunikation þannig að ég verð að æfa mig smá og smyrja eitthvað sykurlaust nesti :)
Ég er búin að vera í "sykurafvötnun" í viku núna og það er bara alls ekkert svo slæmt, ég borða hvort sem er allt sem ég borða venjulega hérna úti, rúgbrauð með osti, ávexti og meira gott. Það eina sem er tricky er þegar við erum úti einhverstaðar og ég ætla að kaupa mér bita, þá er alltaf sykur í einhverju af hlutunum..eins og í samloku þá er eitthvað dubíus brauð eða sósa og svoleiðis.
Við erum annars búin að vera á ferð og flugi eins og vanalega. Á þar síðustu helgi fórum við til Grenaa á fiskasafn. Lucas var alveg á innsoginu af spenning..það eru nokkrar myndir á barnó..en æsingurinn var einfaldlega svo mikill að það gafst varla tími í myndatökur! Svo fórum við í afmæli hjá Önnu Sól á laugardaginn var, það var ótrúlega gaman og mikið gott að borða :) Lucasi fannst rosalega mikið fjör og hann steinsofnaði á örskotsstundu í bílnum á leiðinni heim.
Annars er ég búin að setja bumbumyndirnar sér á barnó, í albúmmið "ólátabelgur 2008" og sónarmyndir í annað albúm. Ég er komin 32 vikur núna...ótrúlega lítið eftir maður!
En jæja ég á að halda fyrirlestur á morgun í markedskommunikation þannig að ég verð að æfa mig smá og smyrja eitthvað sykurlaust nesti :)