Ómagasogur

Saturday, October 25, 2008

hæ hó góðir hálsar, hér er allt fínt að frétta, ósköp lítið nýtt og allt gengur sinn vanagang. Ég er ótrúlega bissý þessa dagana, því ég þarf að fara í svo mörg test og viðtöl á spítalanum. Ég var einmitt á ferðinni síðastliðinn mánudag í blóðprufum og þess háttar. Það kom svo í ljós að blóðsykursmeðaltalið fyrir síðustu 30 daga er mjög eðlilegt, það má vera 0,25-2,5 minnir mig (þegar maður er EKKI sykursjúkur)og mitt var 0,5. Efnaskiptin mín eru líka mjög eðilegt og nýrun fúnka fínt. Þannig að það að ég gæti bara ekki verið hressari...enda finnst mér þessi viðtöl og test frekar mikil tímasóun, það er samt gaman að heyra allar þessar tölur sem koma úr testunum.

Ég fer svo í vaxtarsónar, til næringarfræðing og hjúkkunnar á mánudaginn, bara í tjékk. Þann 26 nóv fer ég svo í sónar og þá verður örugglega ákveðið hvenær á að setja mig af stað, ef ég fæði ekki fyrir 7 des. Ég fer svo til læknis á miðvikudaginn í 35 vikna skoðun.

Við vorum annars að fá himmneska skápa á skrifstofuna. Þeir ná yfir allan vegginn og það er nóg pláss fyrir föt og skó! Loksins loksins en það var mikið mál að koma þeim í hús. Við fórum og keyptum þá á laugardaginn og leigðum kerru, svo voru þeir svo vel geymdir á lagernum að við gátum ekki fengið þá áður en við áttum að skila kerrunni. Á mánudeginum fór ég svo og fékk kerru hjá nágrannanum...crazy stóra og þunga og náði í skápana...þegar við settum þá saman kom í ljós að þetta voru ekki tveir heldur bara einn...þá varð ég að fara aftur á þriðjudaginn, fá kerru og ná í hinn skápaskrattan..en nú eru þeir komir og við búin að setja þá saman jibbý kaj jei :)

Ég fór með Lucas til ljósmyndarans í passamyndatöku í dag, hann var ægilegt módel og naut þess í botn, svo sagði hann bara meira meira þegar ljósmyndarinn hætti að taka myndir..reyndi meira að segja að tala hann til..."bara 1 meira" hahaha. Hann er farinn að tala ótrúlega mikið þessi elska og hann leikur allt eftir sem maður gerir..svo þegar hann er að óþekktast og ég segi hættu nú eða eitthvað svoleiðis, þá segir hann "mamma...ég fyndinn"

En það er annars að koma vetrartími hér í baunalandinu og á morgun er bara klukkustundar tímamunur á milli Íslands og DK þannig að þið þurfið ekki að óttast að ég hringi eldsnemma hahaha