Ómagasogur

Tuesday, October 14, 2008

Þá er ég búin að fara á spítalan í allskonar viðtöl og það gekk bara vonum framar. Ég byrjaði á því að fara í sónar í gærmorgun, barnið lítur mjög vel út og er í passlegri stærð, það er enginn vökvi undir húðinni á maganum sem er víst mjög algengt hjá sykursýkisbörnum. Hún sagði líka hjúkkan að ég væri ekki beint með sykursýki en rambaði á brúninni og því ætti ég að fylgja prógramminu svo þau gæti haldið auga með mér.
Þegar maður er búin að fara í svona sykurtest (þegar maður drekkur sykurvatn) má sykurinn í blóðinu vera cirka 7,0 minn var 9,2 það hljómar kannski mikið en það er rosalega stutt frá mörkunum.
Blóðþrýstingurinn gæti ekki verið betri og ég er 2 kg léttari en við síðustu vigtun, þannig að nú er ég búin að bæta á mig 8 kg á allri meðgöngunni og er bara ansi sátt við það :)
Ég fór svo til hjúkku og fékk blóðsykursmæli sem ég á að mæla mig með á hverjum degi einum og hálfum tíma eftir að ég er búin að borða morgunmat, sykurinn í blóðinu á þá að vera undir 7. Í gær var minn 3,9 og í dag 4,7 þannig að allt lítur bara mjög eðlilega út.
Eftir að hafa verið hjá hjúkkunni fór ég til næringarfræðings sem sagði að mataræðið mitt var mjög gott og ég þyrfti ekki að breyta neinu, það er rosa gott því það eina sem ég hef breytt er að ég hætti að borða nammi, annars borða ég allt það sem ég borða venjulega :)

Ég þarf svo bara að mæla blóðsykurinn í 2 daga eftir fæðingu og ekki 2 mánuði, ef allt lítur eðlilega út þá má ég borða allt það góðgæti sem ég vil um jólin jejeje. En ég á samt að fara í nýtt test 2 mánuðum eftir fæðingu til að tjekka hvort að efnaskiftin séu orðin alveg eðlileg aftur.

Svo þarf ég að fara aftur í viðtal eftir viku svo næringarfræðingurinn og hjúkkan geti litið á mælingarnar. Eftir 14 daga fer ég svo aftur í vaxtarsónar þannig það er fylgst mjög vel með mér! Enda fer bráðum að koma að lokasprettinum komin 33 vikur núna og ég fæ ekki að fara yfir tíman.

Annars er gemlingurinn hann Lucas aftur orðinn veikur, sem betur fer bara smá veikur og ég vona að hann komist til dagmömmunnar á morgun!

Svo langar mig að óska Birnu og Bjarka til hamingju með stelpuna, sem kom loksins í heiminn í gærkveldi :)