Sunday, April 29, 2007
Wednesday, April 25, 2007
Dagurinn í dag er búinn að vera alveg frábær, það er æðislegt veður 25 stiga hiti sól og blíða. Dorthe vinkona hringir í mig og hún fékk drauma vinnuna sína og á að byrja á næsta þriðjudag, svo var hringt í mig frá hephey.dk og ég boðuð í atvinnuviðtal þann 1.mai ef ég fæ þessa vinnu þá á ég að vinna 10-15 tíma á viku við að skrifa greinar fyrir heimasíðurnar þeirra, senda og svara póst,skrifa fréttabréf fyrir áskrifendur og svoleiðis mjög mjög spennandi og ég get líka unnið heima ef ég vill eina sem þarf er internet... geggjað :) ég er ógeðslega spennt er sko ekki búin að hugsa um annað en hversu gaman væri ef ég fengi þetta... svo fór ég út í garð að hengja upp þvottinn þá kemur dádýr hoppandi út á akrinum og alveg upp að garðinum okkar, ég get svarið það þetta var eins og klippt úr bíómynd, sólin skein og fuglarnir sungu og svo kemur dádýr og hoppar umkring!!
Thursday, April 19, 2007
jæja nú er ég búin að fara 2x í nýju vinnuna og fer aftur í kvöld þannig að það er brjálað að gera, þetta er nú bara svaka fínt ég náði 30 viðtölum í gær sem þykir nokkuð gott :)
en góða veðrið er horfið á braut og hér rignir bara og blæs ojoj þegar ég kom heim áðan hékk tjaldið hans Lucas í hekkinu og ég fékk náði í það áður en það fauk i burtu!!
ætla að fara að læra áður en ég fer i vinnuna!!
en góða veðrið er horfið á braut og hér rignir bara og blæs ojoj þegar ég kom heim áðan hékk tjaldið hans Lucas í hekkinu og ég fékk náði í það áður en það fauk i burtu!!
ætla að fara að læra áður en ég fer i vinnuna!!
Sunday, April 15, 2007
Breaking news, breakings news :)
Ég fékk vinnuna og á að mæta í fyrsta sinn á morgun, til að byrja með geri ég bara allskonar kannanir en seinna meir svona fram á haustið gæti verið að ég fái að sjá um samskipti fyrirtækisins útávið t.d heimasíðuna þeirra og fréttabréf þar að segja ef þetta er eitthvað fyrir mig. En hið neikvæða er að það er bara vinna þegar það eru verkefni þannig að ég get ekki fengið 12tíma á viku, fast, það er það sem ég verð að hafa til að halda SUinum en ég sagið sko samt já takk því þetta er svo fínt tækifæri og stökkbretti fyrir annað þannig að ég verð bara að halda áfram að leita að einhverju öðru til að tryggja SUinn það er sko mjög mjög mikilvægt!! Ég er mjög spennt að prófa á morgun hihihih hlakka til
Annars vorum við sextugsafmæli hjá frænda Hans á föstudaginn fengum allskonar fínt að borða og Lucas lék við hvern sinn fingur þangað til á leiðinni heim þá öskraði hann og gargaði alla leiðina þvi hann vildi ekki vera í stólnum, og svo sofnaði hann bara greyið. Hann var svo búinn á því að ég gat tekið hann inn og skift á honum og klætt hann í náttfötin án þess að hann vaknaði, hann var alveg rotaður karlinn!!
En við stoppuðum annars á bílastæði á leiðinni heim því Hans þurfti að fara á klósettið, þar var bíll og tveir skuggalegir náungar í, þeir færðu sig á annað bílastæði dálítið langt fyrir aftan þegar við komum. Svo kom annar bíll og lagði við hliðina á okkur, en svo allt í einu spændi hann af stað aftur og lagði svo við hliðina á hinu bílnum (örugglega einhver sem hann átti að hitta til að díla eitthvað) svo spjalla þeir eitthvað saman þarna á hinu bílastæðinu og svo keyrir seinni bílinn aftur til okkar og leggur við hliðina á okkur það kemur svo krípi gaur út og labbar inn á klósettið og kíkjir frekar mikið og dáltíð ógnandi á okkur. Svo þegar hann kemur aftur keyrir hann aftur og leggur við hliðina á hinum bílnum og þeir fara að spjalla og benda, það var eitthvað mjög grunsamlegt á seiði þannig að við forðuðum okkur hið snarasta. Svo keyrðum við bara áfram en þeir keyrðu á eftir okkur í þó nokkurn tíma, úff mér stóð sko ekki á sama.
En jæja ég ætla út í sólbað, var úti í allan gær líka því það er 20 stiga hiti og sól næs, næs!!
Ég fékk vinnuna og á að mæta í fyrsta sinn á morgun, til að byrja með geri ég bara allskonar kannanir en seinna meir svona fram á haustið gæti verið að ég fái að sjá um samskipti fyrirtækisins útávið t.d heimasíðuna þeirra og fréttabréf þar að segja ef þetta er eitthvað fyrir mig. En hið neikvæða er að það er bara vinna þegar það eru verkefni þannig að ég get ekki fengið 12tíma á viku, fast, það er það sem ég verð að hafa til að halda SUinum en ég sagið sko samt já takk því þetta er svo fínt tækifæri og stökkbretti fyrir annað þannig að ég verð bara að halda áfram að leita að einhverju öðru til að tryggja SUinn það er sko mjög mjög mikilvægt!! Ég er mjög spennt að prófa á morgun hihihih hlakka til
Annars vorum við sextugsafmæli hjá frænda Hans á föstudaginn fengum allskonar fínt að borða og Lucas lék við hvern sinn fingur þangað til á leiðinni heim þá öskraði hann og gargaði alla leiðina þvi hann vildi ekki vera í stólnum, og svo sofnaði hann bara greyið. Hann var svo búinn á því að ég gat tekið hann inn og skift á honum og klætt hann í náttfötin án þess að hann vaknaði, hann var alveg rotaður karlinn!!
En við stoppuðum annars á bílastæði á leiðinni heim því Hans þurfti að fara á klósettið, þar var bíll og tveir skuggalegir náungar í, þeir færðu sig á annað bílastæði dálítið langt fyrir aftan þegar við komum. Svo kom annar bíll og lagði við hliðina á okkur, en svo allt í einu spændi hann af stað aftur og lagði svo við hliðina á hinu bílnum (örugglega einhver sem hann átti að hitta til að díla eitthvað) svo spjalla þeir eitthvað saman þarna á hinu bílastæðinu og svo keyrir seinni bílinn aftur til okkar og leggur við hliðina á okkur það kemur svo krípi gaur út og labbar inn á klósettið og kíkjir frekar mikið og dáltíð ógnandi á okkur. Svo þegar hann kemur aftur keyrir hann aftur og leggur við hliðina á hinum bílnum og þeir fara að spjalla og benda, það var eitthvað mjög grunsamlegt á seiði þannig að við forðuðum okkur hið snarasta. Svo keyrðum við bara áfram en þeir keyrðu á eftir okkur í þó nokkurn tíma, úff mér stóð sko ekki á sama.
En jæja ég ætla út í sólbað, var úti í allan gær líka því það er 20 stiga hiti og sól næs, næs!!
Wednesday, April 11, 2007
Ég er búin að vinna myrkarana á milli síðustu daga í að reyna að finna vinnu, svo loksins bar erfiðið árangur í dag og það hringdi í mig maður frá Q markedsanalyse og bauð mér vinnu við að gera kannanir mér leist nú vel á það, en til að byrja með verð ég bara að taka viðtöl við fólk og hópa og gera kannanir á kvöldin en svo hættir stelpa hjá þeim í sumar sem vinnur á daginn og ég fæ vinnuna hennar þ.e.a ef þetta er eitthvað fyrir mig. Þetta er sko svaka plús á ferilskrána og opnar dyr í aðra bransa. En ég er nú ekki alveg búin að fá vinnuna ég á eftir að tala við hann á morgun og ganga frá lausum endum, laun, vinnutími og framtíðarhorfur, en hann virtist voðalega spenntur í síman og spurði mikið um hversu lengi ég hafði hugsa mér að vera og svoleiðis spennó spennó :) þannig að það eru breaking news á morgun hvort ég hafi fengið vinnu eða ekki hehehe
Friday, April 06, 2007
nokkrir hlutir sem eru fyndnir/neyðarlegir eða ógeðslegir
mér finnst fyndið þegar fólk hrasar og skokkar svo smá á eftir svona svo maður taki ekki eftir því, eins og maður haldi bara að því langaði skyndilega í stutt skokk.
mér finnst fyndið þegar fólk fretar á almannafæri og ræskir sig hátt og snjallt á eftir, rækskið er örugglega til að breyða yfir prumpuhljóðið eins og maður rugli eitthvað saman prumuhljóði og hrrmm hrmm.
mér finnst neyðarlegt þegar maður heldur að einhver sé að vinka manni og maður vinkar af áfergju og svo er verið að vinka einhverjum fyrir aftan mann.
mér finnst ógeðslega þegar maður fer á almenningsklósett og setan er heit...úuuffff jakkk
man ekki meira í augnablikinu, hvað finnst ykkur fyndið,neyðarlegt eða ógeðslegt?
annars er bara allt fínt að frétta alltaf út í garði í góða veðrinu, við skelltum okkur annars á sjávarssafní Esbjerg í gær og Lucas var alveg dáleiddur af öllum fiskunum, svo fórum við lautartúr á ströndinni en það var dálítið hvasst, þannig að þegar við ætluðum að stinga upp í okkur salatinu fauk það bara af gafflinum hahaha við Hans erum annars búin að vera saman í 3 ár á morgun og þá verðum við nú að gera eitthvað skemmtilegt einhverjar uppástungur?
mér finnst fyndið þegar fólk hrasar og skokkar svo smá á eftir svona svo maður taki ekki eftir því, eins og maður haldi bara að því langaði skyndilega í stutt skokk.
mér finnst fyndið þegar fólk fretar á almannafæri og ræskir sig hátt og snjallt á eftir, rækskið er örugglega til að breyða yfir prumpuhljóðið eins og maður rugli eitthvað saman prumuhljóði og hrrmm hrmm.
mér finnst neyðarlegt þegar maður heldur að einhver sé að vinka manni og maður vinkar af áfergju og svo er verið að vinka einhverjum fyrir aftan mann.
mér finnst ógeðslega þegar maður fer á almenningsklósett og setan er heit...úuuffff jakkk
man ekki meira í augnablikinu, hvað finnst ykkur fyndið,neyðarlegt eða ógeðslegt?
annars er bara allt fínt að frétta alltaf út í garði í góða veðrinu, við skelltum okkur annars á sjávarssafní Esbjerg í gær og Lucas var alveg dáleiddur af öllum fiskunum, svo fórum við lautartúr á ströndinni en það var dálítið hvasst, þannig að þegar við ætluðum að stinga upp í okkur salatinu fauk það bara af gafflinum hahaha við Hans erum annars búin að vera saman í 3 ár á morgun og þá verðum við nú að gera eitthvað skemmtilegt einhverjar uppástungur?
Sunday, April 01, 2007
úff ég er ekki alveg nógu öflug í blogginu þessa dagana, er líka búin að vera úti í góða veðrinu síðan ég kom frá Íslandi, ferðin var sko í alla staði frábær alveg æðislegt að hitta vini og ættingja, vildi bara að ég hefði haft meiri tíma, það var sko kreisí prógram og nóg að gera alla dagana:)
Annars erum við Hans búin að vera úti í allan dag að grafa fyrir matjurtargarðinum og grilla í sólinni jamm jamm sumarið er sko komið og þá er ég kærulaus og létt í lund. Svo skeit fugl á hausinn á mér, fugl sem sennilega var með niðurgang líf síns og þá varð ég aðeins minna létt í lund. En eftir snögga sturtu var það það gleymt og grafið. Ég er annars bara á fullu að leita mér að vinnu þar sem ég á að vera farinn aftur að vinna 1.maí annars missi ég Su-inn er búin að finna eina áhugaverða stöðu, það er hlutastarf við markaðssetningu e-doktor ægilega spennandi vonandi fæ ég hana:)
Annars erum við Hans búin að vera úti í allan dag að grafa fyrir matjurtargarðinum og grilla í sólinni jamm jamm sumarið er sko komið og þá er ég kærulaus og létt í lund. Svo skeit fugl á hausinn á mér, fugl sem sennilega var með niðurgang líf síns og þá varð ég aðeins minna létt í lund. En eftir snögga sturtu var það það gleymt og grafið. Ég er annars bara á fullu að leita mér að vinnu þar sem ég á að vera farinn aftur að vinna 1.maí annars missi ég Su-inn er búin að finna eina áhugaverða stöðu, það er hlutastarf við markaðssetningu e-doktor ægilega spennandi vonandi fæ ég hana:)