Ómagasogur

Wednesday, April 25, 2007

Dagurinn í dag er búinn að vera alveg frábær, það er æðislegt veður 25 stiga hiti sól og blíða. Dorthe vinkona hringir í mig og hún fékk drauma vinnuna sína og á að byrja á næsta þriðjudag, svo var hringt í mig frá hephey.dk og ég boðuð í atvinnuviðtal þann 1.mai ef ég fæ þessa vinnu þá á ég að vinna 10-15 tíma á viku við að skrifa greinar fyrir heimasíðurnar þeirra, senda og svara póst,skrifa fréttabréf fyrir áskrifendur og svoleiðis mjög mjög spennandi og ég get líka unnið heima ef ég vill eina sem þarf er internet... geggjað :) ég er ógeðslega spennt er sko ekki búin að hugsa um annað en hversu gaman væri ef ég fengi þetta... svo fór ég út í garð að hengja upp þvottinn þá kemur dádýr hoppandi út á akrinum og alveg upp að garðinum okkar, ég get svarið það þetta var eins og klippt úr bíómynd, sólin skein og fuglarnir sungu og svo kemur dádýr og hoppar umkring!!