Ómagasogur

Sunday, April 15, 2007

Breaking news, breakings news :)

Ég fékk vinnuna og á að mæta í fyrsta sinn á morgun, til að byrja með geri ég bara allskonar kannanir en seinna meir svona fram á haustið gæti verið að ég fái að sjá um samskipti fyrirtækisins útávið t.d heimasíðuna þeirra og fréttabréf þar að segja ef þetta er eitthvað fyrir mig. En hið neikvæða er að það er bara vinna þegar það eru verkefni þannig að ég get ekki fengið 12tíma á viku, fast, það er það sem ég verð að hafa til að halda SUinum en ég sagið sko samt já takk því þetta er svo fínt tækifæri og stökkbretti fyrir annað þannig að ég verð bara að halda áfram að leita að einhverju öðru til að tryggja SUinn það er sko mjög mjög mikilvægt!! Ég er mjög spennt að prófa á morgun hihihih hlakka til

Annars vorum við sextugsafmæli hjá frænda Hans á föstudaginn fengum allskonar fínt að borða og Lucas lék við hvern sinn fingur þangað til á leiðinni heim þá öskraði hann og gargaði alla leiðina þvi hann vildi ekki vera í stólnum, og svo sofnaði hann bara greyið. Hann var svo búinn á því að ég gat tekið hann inn og skift á honum og klætt hann í náttfötin án þess að hann vaknaði, hann var alveg rotaður karlinn!!

En við stoppuðum annars á bílastæði á leiðinni heim því Hans þurfti að fara á klósettið, þar var bíll og tveir skuggalegir náungar í, þeir færðu sig á annað bílastæði dálítið langt fyrir aftan þegar við komum. Svo kom annar bíll og lagði við hliðina á okkur, en svo allt í einu spændi hann af stað aftur og lagði svo við hliðina á hinu bílnum (örugglega einhver sem hann átti að hitta til að díla eitthvað) svo spjalla þeir eitthvað saman þarna á hinu bílastæðinu og svo keyrir seinni bílinn aftur til okkar og leggur við hliðina á okkur það kemur svo krípi gaur út og labbar inn á klósettið og kíkjir frekar mikið og dáltíð ógnandi á okkur. Svo þegar hann kemur aftur keyrir hann aftur og leggur við hliðina á hinum bílnum og þeir fara að spjalla og benda, það var eitthvað mjög grunsamlegt á seiði þannig að við forðuðum okkur hið snarasta. Svo keyrðum við bara áfram en þeir keyrðu á eftir okkur í þó nokkurn tíma, úff mér stóð sko ekki á sama.

En jæja ég ætla út í sólbað, var úti í allan gær líka því það er 20 stiga hiti og sól næs, næs!!