Ómagasogur

Wednesday, April 11, 2007

Ég er búin að vinna myrkarana á milli síðustu daga í að reyna að finna vinnu, svo loksins bar erfiðið árangur í dag og það hringdi í mig maður frá Q markedsanalyse og bauð mér vinnu við að gera kannanir mér leist nú vel á það, en til að byrja með verð ég bara að taka viðtöl við fólk og hópa og gera kannanir á kvöldin en svo hættir stelpa hjá þeim í sumar sem vinnur á daginn og ég fæ vinnuna hennar þ.e.a ef þetta er eitthvað fyrir mig. Þetta er sko svaka plús á ferilskrána og opnar dyr í aðra bransa. En ég er nú ekki alveg búin að fá vinnuna ég á eftir að tala við hann á morgun og ganga frá lausum endum, laun, vinnutími og framtíðarhorfur, en hann virtist voðalega spenntur í síman og spurði mikið um hversu lengi ég hafði hugsa mér að vera og svoleiðis spennó spennó :) þannig að það eru breaking news á morgun hvort ég hafi fengið vinnu eða ekki hehehe