Ómagasogur

Sunday, February 26, 2006

jæja nú er ég búin að taka mig saman í andlitinu og taka nokkrar bumbumyndir :) Ég var víst búin að lofa að vera í ljósu að ofan í þetta skiptið svo bumban sjáist betur...ji ég fékk alveg sjokk að sjá hana á mynd..mér finnst hún ekkert svo stór fyrr en ég sé hana svona á hlið! Nú er ég byrja viku 29..bara 11 vikur eftir!! hey sjáið muninn frá viku c.a 18 man ekki alveg.

Image Hosting by PictureTrail.com
Image Hosting by PictureTrail.com
úff í gær þá hjólaði ég niður í bæ í vonsku veðri til að kaupa teygjubindi fyrir Hans því hann meiddi sig í hendinni og ég var bara með 30 kr dkk með og það gat nú varla kostað meira..ég fór í apótekið og teygjubindið kostaði bara 29.75..en nei nei það var laugardagsskattur á 15 kr..þá sagði ég bara núúúú æ þá er ég ekki með nóg..og ég hélt virkilega að beyglan myndi sjá aumur á mér þar sem ég var holdvot og ólett en hún sagði bara æ, æ bless!!! En spáið í því að eiga að borga 15 kr extra (c.a 150 kall ISK) bara afþví að maður verslar í apótekinu á laugardegi! Ég hefði nú samt sem áður alveg borgað það en ég var bara með akkurat 30 með!

Hans byrjar í nýju vinnunni á miðvikudaginn svaka spennandi, við eru að spá og spekulera hvort við eigum að kaupa skellinörðu, það kostar eitthvað svipað og lestarkort á mánuði með bensíni og öllu, en þá getur greyið mitt líka lagt af stað í vinnuna kl hálf 6 á morganan í staðinn fyrir að taka lestina kl 4 um nóttina og bíða í Kolding í meira en klukkutíma áður en lestin til Vamdrup kemur! Við erum búin að kíkja smá á netinu, ætli við kaupum ekki eitthvað í þessum dúr:

Wednesday, February 22, 2006

það var sko svaka action í vinnunni í morgun, það er vetrarfrí í skólanum og ég er bara ein svona snemma á morgnana þau frá skóladagheimilinu og gangavörðurinn koma dálítið seinna, þegar ég kom þá mætti mér ófögur sjón, það hafði einhver kastað sleggju inn um gluggan (risa glugga) og hún hafði lent á glerskáp í andyrinu, jiii það voru sko bara glerbrot út um ALLT, glugginn og skápurinn í þúsund molum!! Ég þurfti að hringja á lögguna og gefa skýrslu, athuga hvort einhverju hefði verið rænt og hvort afbrotamaðurinn leyndist einhverstaðar í byggingunni og svo sópa brakinu burt..svo þegar hinir mættu var bara allt samt við sitt..ég var nú samt svaka fegin að það var enginn glæpi inni i einhverju horninu!!

Sunday, February 19, 2006


oh hvað mér finnst ótrúlega fyndið að hún eigi að taka þátt fyrir okkar hönd, ég má sko ekki missa af eurovision í vor, vona að ég verði ekki að fæða akkurat sama kveld hehehe. Geggjað fyndið þegar dansararnir rifu af sér buxurnar!

Saturday, February 18, 2006

jessss það er eurovision i kvöld ég ætla sko að horfa á það á netinu hehehe undankeppnin hér var haldin á síðustu helgi, lagið sem vann var frekar ömó, hér getið þið séð framboð dana í ár, bara með að smella á "se vindersangen, Twist of love" takið eftir dönsurunum hehehe. Heima er svo mikil spenna fyrir eurovision, götur eru nánast auðar á medan útsendingu stendur, en hér er fólk ekkert spennt fyrir þessu það vantar alla stemmingu!!!


Laugarvegurinn auður á eurovisionkveldi

Thursday, February 16, 2006

hmm her er allt í rólegheitunum, það er ekkert vetrarfrí í skólanum að þessu sinni þannig að það er svosem nóg að gera! Ég byrja bráðum á fæðingarnámskeiði, ég held það sé eitthvað svipað og foreldranámskeiðin heima en þetta er einungis ætlað konum. Óléttan gengur bara tíðindalaust fyrir sig ég er búin að bæta á mig 4 kílóum allt í allt og er komin 27 vikur á leið geggjað fínt :) mér finnst foreldrahlutverkið nálgast með ógnvekjandi hraða einungis 13 vikur eftir!!!

Ég sá svakalega mynd á þriðjudaginn sem heitir Un chien andalou frá 1929, SNARundarleg mynd, sú mest súrrelistiska sem ég hef nokkru sinni séð, í byrjun tekur gaur rakarahníf og sker i gegnum auga, tvílíkur viðbjóður, en samt sem áður er það upplifun að sjá þessa mynd sem er margrómað meistarverk og ég get mælt með henni, en maður skilur hvorki upp né niður í henni og það er líka ætlunin!

Tuesday, February 14, 2006

nú eru bara 29 dagar þangad til ég hætti að vinna, ég hlakka geggjað til!! Annars er ég farin að kikja eftir íbúdum í Vamdrup við Hans erum að vonast til að fá 3-4 herbergja íbúð, svo við getum haft svefnhverbergi, barnaherbergi og svo vinnu/gestaherbergi það væri sko alveg geggjað!! Við flytjum reyndar fyrst 1.juni en það virðist nú ekki vera gríðarlegt framboð á íbúðum þarna á svæðinu, svo á Hans að hitta gaurinn aftur i næstu viku til að ræða laun og svoleiðis úúú ég vona að hann fái mikið hahaha! jæja nú verð ég að drífa mig í medieteroi og analyse, munið nú að gera eitthvað sætt fyrir elskuna ykkar í dag þar sem það er valintinusardagur!!

Sunday, February 12, 2006

það er búið að vera nóg um að vera síðustu vikuna, á miðvikudaginn fór ég í afmæli hjá Emilie, við hittumst bara nokkrar stelpur heima hjá henni og borðuðum góðan mat og spiluðum trivial, það er sko ekki mikið um hátíðarhöld í bókarkaupamánuðinum hehehe.

Á föstudaginn komu mamma og pabbi hans Hans i heimsók til að fagna afmælinu mínu ég fékk fullt af gjöfum frá þeim að vanda, nýjan kodda, orðabók og svaka flottan stóran spegil. Um kvöldið fórum við svo út að borða á stað sem heitir bryggeriet, það er veitingarstaður sem bruggar sinn eigin bjór, ég fékk nú að smakka hjá Hansa bara til að finna bragðið svaka gott mmmm, við fengum líka dýrindis spare ribs, eftir það kíktum við á írska krá niður í miðbæ.

Á laugardaginn var spennuþrungið andrúmsloft á heimilinu þar sem við biðum með öndina í hálsinum eftir svari frá fiskeldinu sem Hans var i atvinnuviðtali hjá á mánudaginn..og hann fékk vinnuna!!! geggjað gaman, hann á að byrja fyrsta mars, fyrst um sinn þá tekur hann bara lestina til Vamdrup sem er a Jótlandi, en eftir 3. mánaða prufutíma þá flytjum við þangað, þar að segja ef hann heldur vinnunni sem ég býst auðvitað við að hann geri :) Þannig að núna er bara allt að gerast, úff ég er svo ánægð fyrir hans hönd því hann er búin ad vera atvinnulaus svo lengi, fyrst um sinn fáum við samt ekki mikið meiri pening allavega ekki fyrr en hann er buin med prufutiman, og það er líka akkurat þegar barnið kemur þannig að það passar fínt, ég get nú ekki sagt annað en H&M here I come hahaha :)

Wednesday, February 08, 2006

hallo hallo takk fyrir allar afmæliskvedjurnar tad er ekkert sma gaman tegar svona margir kommenta, skrifa og hringja svaka næs :) eg hafdi tad rosalega gott i gær, tegar eg kom heim ur vinnunni ta beid min fallegt bref og 2 cd med romatiskum logum fra Hansa minum otrulega sætt ta hafdi hann verdid ad velja log daginn adur tegar eg matti ekki koma inn i herbergi hehehe, brefid var svo otrulega sætt ad eg grenjadi eins og gridungur hahaha, svo fekk eg 200 kall danskar fra ommu hans Hans, ólettuoliu og fotakrem fra mommu og svo koma mamma og pabbi hans Hans a fostudaginn og bjoda okkur ut ad borda. Hans dekradi alveg rosalega vid mig eldadi hamborgarhrygg og kartoflugratin og allar græjur

Hann var annars i atvinnuvidtali a manudaginn og vid faum ad vita a laugardaginn hvort hann fær tad eda ekki, ef hann fær vinnunna ta turfum vid ad flytja, en tad er samt allt i lagi ta tek eg bara lestina i skolan, eg er nu alveg til i tad tvi tetta er draumjobbid hans og hann er buin ad vera atvinnulaus svo lengi..en tad kemur allt saman i betur i ljos a laugardaginn

A eftir fer eg svo i afmælisveislu hja einni i bekknum sem heitir Emilie vid ætlum ad hittast nokkrar stelpur og borda godan mat og svo ætla piurnar ad kikja i bæinn en eg held eg fari bara heim, eg a ad fara vel med mig næstu daga tar sem blodtrystingurinn er farinn ad hækka adeins, en tad gæti nu bara verid timabundid eg er buin ad vera daltid stressud svona tegar skolinn er byrjadur aftur og tad er svo erfitt ad lata vinnunna og skolan passa saman!

En ji tad mætti halda ad 24 væri bara tad sama og vera steingerfingur, tad spurdi mig einn i bekknum i dag " biddu attirdu afmæli i gær, hvad ertu svo ordin gomul?" og eg sagdi 24..ta sagdi hann " haaa en tu lytur svo ung ut" hahahaha

Monday, February 06, 2006

hmmm Hans er ad bauka eitthvad dularfullt orugglega eitthvad afmælis fyrir mig en spenno :)
eg er buin ad flytja kjanalegu bumbumyndina nedar a siduna tar sem eg a ad syna siduna mina i medieproduktion hehehe og eg er nu ekki alveg viss um ad eg vilji varpa tessari mynd upp a storskerm fyrir framan bekkin :)

Sunday, February 05, 2006

jæja nu er eg buin ad fara i 2 tima i skolanum Metode og undersøgelsesdesign og medie- og kulturhistorie II eg var i kulturhistorie I a sidustu onn tad var alveg agætt bara hrikalega lelegur kennari og vid erum ennta med hann uff puff en undersøgelsesdesign virkadi svaka spenno, tetta verdur alveg hardcore onn tad er svo mikid ad lesa i ollum fogunum ad eg hef aldrei vitad annad eins, eg fer svo i medieproduktion a morgun, hlakka geggjad til tar eigum vid ad bua til heimasidur jeje :)

I gær forum vid Hans ut ad borda a El torito, geggjad godur matur og vel uti latid svo saum vid fun with dick and jane otrulega fyndin :) A morgun fer Hans i atvinnuvidtal og eg vona svo mikid ad hann fai vinnuna tvi tetta er akkurat tad sem honum langar ad vinna vid, tetta er fiskeldisstod sem elur ál hun er reyndar i Vamdrup sem er daltid langt fra en hann tekur bara lestina a hverjum degi ef hann fær vinnunna, eg er alveg ad deyja ur spenningi eg ætla sko ad baka koku ef hann fær vinnuna ta verdur tad afmælis/vinnu kaka hehehe

En hey, fær Sylvia Nott ad keppa fyrir okkar hond eda steypti Birgitta henni af stoli?

en nu loksins loksnins læt eg eina bumbumynd fylgja med, belgurinn er ordinn svaka stor, tetta er vika 26 af 40 :)

Wednesday, February 01, 2006

æi her er onnur mynd, dalitid kjanaleg, en bumban sest samt betur a henni :)




hihihi eg vona ad tetta lag keppi fyrir hond tjodarinnar i næstu eurovision :) Eda er tetta kannski framlag okkar nu tegar?

Uff eg gleymdi nu alveg ad segja fra solumanni i Bilka i gær hann hneiksladi mig allsvakalega, hann var ad selja happadrættismida fyrir fatlada, tetta er natturulega malefni sem madur fær gridarlegt samviskubit fyrir ad neita ad styrkja, en tar sem eg er a hausnum ta sagdi eg nei takk, tvi midur ta a eg bara engan pening i augnablikinu, og ta sagdi gaukurinn geggjad hneiksladur a svipinn, en tu varst ad fa utborgad i dag!!! Spaid i tvi hann veit sko ekkert hvort eg er med vinnu eda ei! Skandall