Ómagasogur

Thursday, February 16, 2006

hmm her er allt í rólegheitunum, það er ekkert vetrarfrí í skólanum að þessu sinni þannig að það er svosem nóg að gera! Ég byrja bráðum á fæðingarnámskeiði, ég held það sé eitthvað svipað og foreldranámskeiðin heima en þetta er einungis ætlað konum. Óléttan gengur bara tíðindalaust fyrir sig ég er búin að bæta á mig 4 kílóum allt í allt og er komin 27 vikur á leið geggjað fínt :) mér finnst foreldrahlutverkið nálgast með ógnvekjandi hraða einungis 13 vikur eftir!!!

Ég sá svakalega mynd á þriðjudaginn sem heitir Un chien andalou frá 1929, SNARundarleg mynd, sú mest súrrelistiska sem ég hef nokkru sinni séð, í byrjun tekur gaur rakarahníf og sker i gegnum auga, tvílíkur viðbjóður, en samt sem áður er það upplifun að sjá þessa mynd sem er margrómað meistarverk og ég get mælt með henni, en maður skilur hvorki upp né niður í henni og það er líka ætlunin!